Sameiningin - 01.05.1918, Page 15
77
og af ásettu ráði til orðin, eins og þögn í kirkju. Þögnin
var sprottin af eftirtekt og engu öðru.
“Hópurinn, sem þarna var kominn, var sjálfsagt
eins og fólk er flest. Sumir liöfðu óefað slæðst þangað
inn af tómri forvitni. Aðrir voru líklega viðbúnir von-
brigðum, sem fles'tir verða fyrir, þegar þeim eru sýndir
biblíuviðburðir á leiksviðinu. Sumir, ef til vill, voru guð-
rækilega sinnaðir. Yera má, að sumir hafi verið náms-
menn. En svo mikið má þó fullyrða, að ef einhverjir í
hópnum fóru heim jafngóðir og með sömu tilfinningum
innanbrjósts, eins og þegar þeir komu, þá hafa þeir hinir
sömu ekkert rúm í hjartanu fyrir neitt annað en það, sem
þeir sjá fyrir sér daglega á leikhúsinu eða á bænafundum
eða í skólaherberginu. Ófriðurinn hefir kent mönnum að
nieta spurninguna miklu, sem mannshjartað hefir á öll-
um öldum verið að þreyta við. Mönnum er þannig inn-
anbrjósts nú á dögum, að þeir geta metið annað eins ljóð
eins og í Jobsbók. 1 þrautum Servíu og Belgíu, í mætti
þeim hinum óskiljanlega, sem ófyrirleitin hernaðar-
klikka hefir til að leiða hóflaust böl yfir heim allan, í tak-
markalausu hernaðar-þoli Frakklands — í öllu þessu
blasir við mönnum sama ráðgátan, sem Job og vinir hans
forðum liöfðu að umtalsefni”.
G. G.
Skynsamleg guðsdýrkun.
fRæða)
“Svo áminni eg yður, bræður, að þér vegna miskunnar Guðs,
ðjóðið fram líkami yðar að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn,
°ð er það skynsamleg guðsdýrkun af yðar hendi”.—Rómv. 1, 12.
Mörgum nöfnum er það nefnt, og öllum ófullkomnum,
aflið eilífa, sem knýr sálir mannanna áfram til hæðanna.
Hvort menn kalla það trú, eða eitthvað annað, þá er það,
eins og lífið sjálft, ofar skilningi og skilgreining. Má vera
að það mætti nefna eld, goðs loga í brjóstum manna. Hvað
sem það er, þá er það, sem aðgreinir mann frá skepnu og
iengir mann við Guð. pað er meira og betra en lífið. pað
á skilt við sjálfan Guð.
þetta eilífa, guðlega í sál mannsins er sífelt að leita að