Sameiningin - 01.05.1918, Side 16
78
framrás. pað brýtur stíflumar og brunar fram. En það
er ólíkt öllum straumum fyrir það, að allir straumar leita
niður á við, en þessi straumur leitar upp, upp hlíðar og hálsa,
fell og fjöll, upp yfir sólina og stjörnurnar, upp til hæðar-
innar hæðstu, en hæsta hæðin er Guð. pessa leit hins eilífa
og guðlega í fari mannsins upp hæðirnar til Drottins köllum
vér guðsdýrkun.
Ótal leiðir hafa menn reynt að fara til þess að komast
upp hæðirnar og hníga þar að fótum Guðs. Fáir hafa kom-
ist hátt án erfiðis og mörgum hefir veizt gangan ógreið. og
enginn hefir komist alla leið nema fyrir þá náð Guðs, að hann
hefir útrétt hjálparhönd á móti mannsandanum og lyft hon-
um upp til sín. pað er enn sem í dæmisögunni: meðan son-
urinn er langt í burtu, kemur faðirinn móti honum.
Hver er leiðin upp til hæðanna, leið sannrar guðsdýrk-
unar?
Postulinn bendir á veg upp til ihæðanna, braut sem
liggur til Guðs. Og hann segir að leiðin, sem hann vísar á
sé, skynsamleg. Aðferð sú til að komast hátt, sem hann
bendir á, er viturleg. Farvegur sá, er hann beinir hinum
heitasta straumi mannssálarinnar inn í, er náttúrlegur.
Guðsdýrkun sú, er hann kennir, er sönn, og farvegurinn,
farvegur guðsþráarinnar, vegurinn, vegur til Guðs og í Guði,
er þetta: “Bjóðið fram líkami yðar að lifandi, heilagri Guði-
þóknanlegri fóm, og er það sikynsamleg guðsdýrkun yðar”.
Til þess að skýra fyrir sjálfum oss rétta merkingu hug-
taka, notum vér einatt þá aðferð, að bera saman og eins og
vega á lófunum þau orð, sem hvert um sig tákna hugtakið.
Hér er oss nú sú aðferð í lófan lögð. Hugtakið er þetta
óákveðna, guðivakta, heilaga, sem sálin á. Nafn er því gefið
og nefnt guðsdýrkun. En annað nafn er því gefið einnig
og þýða bæði hið sama. Hitt orðið er fórn. Guðsdýrkun—
fórn.
Að einhverju leyti hafði mönnunum skilist það frá
upphafi, að guðsdýrkun eða guðsþjónusta væri fóm. En
skilningurinn var afar-ófullkominn, því menn voru lengst af
að fórna öllu öðru en því, sem var eina réttmæta fómin.
Menn fórnuðu dýrum og gulli og reykelsi og myrru. En
þeir vissu það ekki, að því sem fórna átti, það voru sjálfir
þeir. En Guð sá í gegn um fingur við fáfræði barna sinna
og smám saman kendi hann þeim, hverju þeir ættu að fóma,
svo það væri guðsdýrkun. Hann leiddi það í ljós með krist-
indóms opinberuninni, að fóra eða guðsdýrkun er það, að