Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1918, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.05.1918, Qupperneq 18
80 ar. Menn hafa alment tekið kristna trú — alt nema kjarnan sjálfan; menn eru kristnir að öðru leyti en því, að þeir hafa ekki anda Krists, tóku orðin, en slöktu andann. Og 'þó hafa ávalt verið sannkristnir menn síðan Kristur kom, menn sem trúin var fóm; menn sem elskuðu og gjörðu gott, vorú miskunnsamir og mildir; menn sem létu sér skiljast, að til þess að varðveita líf sitt, yrðu þeir að fórna lífi sinu; menn sem hjuggu ^jálfum sér krosstré til að bera á þrautir og þarfir náunga sinna; menn sem gáfu alt til lausnargjalds fyrir aðra. pað eru slíkir menn, sem orðið hafa helgir menn. En þeir ihafa verið einungis fáir. Fjöld- inn hefir ekki komið upp á fórnarhæðina. Fjöldinn hefir ekki haft sem aðalþátt átrúnaðar síns fúsleikann að fórna. pað má í fljótu bragði virðast vera mótsögn við það, sem nú er mest að sjá og heyra, ef maður segði það, að textinn þessi frá Páli postula um fórnarlíf, sé að ryðja sér til rúms í heiminum og fómarandinn sé að ná sæti sínu í trú kristinna manna. Og þó mun það satt vera, Guði sé lof. Trúarbrögðin eru að auðgast af anda fórnarinnar. Að fóma sjálfum sér, það er að verða mikill þáttur átrúnaðarins. Eld- urinn eilífi í sálum manna er að brjótast fram í miklum fórnargjörning. Ekki dettur mér í hug að halda að allur sá fúsleiki til fórna, sem nú er að opinbera sig í fari manna, sé réttlátur eða heilagur, en hitt dylst ekki, að trúarlíf mannanna kemst ekki undan áhrifum fórnanna, sem færðar eru. Svo er talið, að um 50 miljónir manna hafi boðið líf sitt í herum þjóðanna allra, sem nú stríða, og tíundi hver þeirra hafi þegar í stríðinu fært fórn lífs eða lima. Og þeir, sem lifa, bjóða sig í stað hinna dauðu og til sömu afdrifa, Hve vilt, hve trylt sem ástandið er, þá hefir þó stríðið kent mönnum að fórna. Og á óteljandi gvæðum hefir komið í Ijós hinn dýrlegasti fórnarhugur. Bak við alla orustuvelli eru vellir líknarinnar. Fyrir handan og heima fyrir eru ótal líknarhendur á lofti. Og þó að manni ofbjóði stríðið sjálft, þá verður maður hugfanginn af þeirri miklu mannást, sem opinberast um þessar mundir. Og það kemur mönnum saman um, að nú sé það aðalhlutverk kristinnar kirkju, að taka krossinn á sig og fóma sér til líknar hinum aumstöddu mönnum í öllum áttum heims. Trúin er vakin í hjörtum manna og sú guðsdýrkun, sem í því er fólgin, að leggja smyrsl á sár mannanna og græða undimar blæðandi nær og fjær. Með því, $em nú skeður, eru kapítula skifti að verða

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.