Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1918, Page 20

Sameiningin - 01.05.1918, Page 20
82 það, sem sjúklingana vanhagar um. Eg get ekki lýst því, hvemig þessi auka-þægindi gleðja sjúklingana, drengina særðu úr skotgröfunum. ó, hvað fögnuður þeirra er mikill! Sem stendur er eg til bráðabirgða starfandi á ensku hospítali, og þar eru ekki fáanlegar þessar nauðsynjar, sem Red Cross félagið leggur til, og mér finst eg vera ráðalaus án þeirra. Eg er þá enn á ný mint á 'það, hve hamingjusam- ir Canadamenn eru, að eiga þetta ágæta félag.” Án þess eg ætli mér að fara hér að lýsa nákvæmlega starfi “þessa ágæta félags”, sem systir vor á Frakklandi nefnir svo, skal eg taka það fram, að í skýrslu sinni telur félagið sex starfsliði: 1. Að koma upp spítulum og heilsuhælum. 2. Að viðhalda vistabúrum á Englandi og Frakklandi, þar sem gefins fáist alt það, er sjúkir og særðir þarfnast. 3. Að annast sjúka og særða hermenn í spítulum með því, a) að leggja þeim til nauðsynjar þeirra. b) að heimsækja sjúklinga og skrifa fyrir þá bréf. c) að leggja sjúkum til ávexti og aldini og þá sér- stöku fæðu, er þeir þarfnast. d) að sjá þeim fyrir skemtunum og dægrastytting. e) útvega þeim blöð og bækur. f) gera aðstandendum aðvart um líðan þeirra. 4. Að sjá um jólagjafir hermanna. 5. Að liðsinna herföngum. 6. Að lána eða gefa hermönnum fé, er þeim liggur á — “Vinur í raun”, heitir þessi sérstaki liður starfsins. Starf þetta er ekki fárra manna, heldur allra. Félagið og hin mörgu þúsund starfsmanna þess, er verkfæri alþjóð- ar. Einn og allir leggja til starfsins eftir mætti. Konurnar prjóna og sauma, börnin safna eincentapeningum sínum og gefa þá. peir ríku gefa stórar upphæðir, þeir fátæku smáar. Ekkjuskerfurinn litli er hér jafn stór, þó smár sé, eins og var þegar Jesús horfði á fátæku ekkjuna forðum leggja smá- peningana tvo í guðskistuna — og sagði hennar tillag hæst. Munið eftir Krossinum rauða, elskið hann og fórnið í þarfir hans á þessari neyðartíð. Orð postulans ihljóða um það: “Svo áminni eg yður, bræður, að þér vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram líkami yðar að lifandi, heilagri guðiþókn-- anlegri fórn, og er það skynsamleg guðsdýrkun yðar”.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.