Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1918, Page 22

Sameiningin - 01.05.1918, Page 22
84 uöu í hjarta inínu. Þau veittu mér öruggleik og gleði. Og rétt í þeim svifum heyrðist mér sem við mig væri sagt: “Snúið til v’instri. og þar munuð þið fá hjálp’’. Eg sló í hestinn og hann greiðkaði sporið, og á fáum augnablik- um hafði eg náð í samíerðamenn mína. “Hvað er langt héðan til Godavery-fljótsins ?” spurði eg þá. En fljótið var á vinstri hönd. “Meira en míla skemstu leið”, svöruðu þeir. “Er nokkurt þorp á bökkum árinnar ?” spurði eg. Þeir svöruðu: “Nei, og bakkarnir hér í grend erti allir .undir vatnsflóðinu”. “Er þá hvergi hæð með'fram ánni, sem við getum náð til, áður en myrkrið dettur á?” Þeir svöruðu: “Það er alt eintómt láglendi, hvergi er nokkurt viðlit að fá tjaldstað hér nálægt”. Enn drógst eg aftur úr og bað til Guðs. Aftur heyrðist mér orðin hljóma: “Snúið til vinstri til Godavery-fljÓtsins og þar munið þið fá hjálp”. Nú spurði eg fylgdarmenn mína hvort ekki væri nein von á bát á þessum tíma dags, eða á þessum stað, en þeir hristu höfuðin og kváðu nei við. Það var eins og ský vonleysis og örvæntingar legðist eins og helkald.ur hjúpur yfir þá og—einnig yfir mig. Ennþá hóf eg bæn mína til GuÖS. Og ekki hafði eg fyr hugsað mín ótöluðu bænarandvörp, en mér heyrðist eg heyra orðin sömu og fyr: “Snúið til vinstri, til Godavery-árinnar og þar fáið þið hjálp”. Að sönnu voru orðin ekki töluð upphátt. En þau fluttu með sér þann sannfæringarkraft, að nú var eg ekki lengur í efa hvað gera skyldi. Eg vissi að Guð hafði heyrt bæn mína. Eg var sannfærður um að hjálp var nærri. Alt isem við þurftum að gera var að hlýða. Eg var sæll og glaður af þessari vissu um guðlega handleiðslu. En nú hlutum v'ið að hlýða, og það án tafar. “Bíðið við”, hrópaði eg til félaga minna. sem á undan voru. “Stanzið við! Snúið til vinstri! Farið beinustu leið til Godavery- fljótsins. Fljótt!” Þeir höfðu á móti því uð hlýða. Þeinr virtist ekkert vit í því að fara til árinnar. “Hlýðið,” sagði eg, “og hlýðið án tafar!” Félagar mínir litu til mín spurningaraugum. Eg sagði þá : “Það bíður okkar hjálp við ána”. Meira gat eg ekki sagt. Sönnun hafði eg ekki aðra, en vissuna i hjarta mínu um bænheyrslu. Eftir örstutta stund komum við að ánni. Og hvað sáum við ' þar? Beint niðurundan, þar sem við komum að ánni var stór flat- botnaður bátur bundinn við tré. Báturinn lvftist upp og lægðist eftir því, sem straumöldurnar bar að. Tveir menn voru á bátnum. Bát- ' urinn var einn af bátaflota brezku stjórnarinnar. Sögðust mennirnir nokkrum klukkutímum áður hafa verið á bátnum, bundnum í vík einni meðfram fljótinu. En stór alda hafði slitið bátinn upp og

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.