Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1918, Síða 25

Sameiningin - 01.05.1918, Síða 25
87 skyldi yfir, svo aö eldurinn bálaðist upp alt til Medeba”. Á svipaö- an hátt eru orðin útlögð í endurskoð.uðu þýðingunni ensku. Óefað er breytingin á góðum rökum bygð; en sé eldri þýðingunni haldið, þá er erfitt að fá út úr henni aðra merking en þá, sem spyrjandinn bendir á. Sp. í tiunda kapitula Jósúabókar, tólfta versi, segir svo: “Sól, stattu kyr í Gíbeon, og þú, tung*l, i Ajalons dal”. Er hér átt við sól og tungl í vartalegri merkingu, eða er hér um likinga- og spásagna- mál að ræða? fÞað tel eg liklegra). Sv. Sagan ber það með sér, að hér er átt við sól og tungl í vanalegri merkingu, enda skilur enginn málsmetandi fræðimaður orð- in öðru vísi, svo eg viti. En um hitt kemur mönnum ekki saman. hvort orðin .um stöðvun sólar og tungls eigi að skiljast bókstaflega eða skoðast sem skáldlegt myndaskrúð. Svo mikið er víst, að Drott- inn lét daginn með dásamlegu móti endast Israel til sigurs. Sp. Þrettánda versið í sama kapítula bætir þessu við: “Þetta finst skrifað í bók hins réttláta: Sólin stóð mitt á himnl og gekk ekki til viðar allan daginn”. Hvaða bók er hér átt við, og hver er þessi hinn réttláti? Er hér talað um himinn og dag i vanalegri merkingu? Sv. Sömu bókarinnar er getið í 2. Sam. 1, 18, og Sjötiu manna þýðingin vitnar til hennar í 1. Kon. 8, 53. Nafnið er þýtt á ýmsa vegu: “Bók hins réttláta”, “Bók hins hreinskilna”, “Bók hinna rétt- látu”, “Jashars bók”. Hún mun hafa dregið nafn af Innihaldinu, en ekki af höfundi eða höfundum. Þykir líklegt, að í henni hafi verið safn af hetjukvæðum eða öðrum ljóðum frá ýmsutn timum. Bókin er auðvitað glötuð fyrir mörgum öldurn, og englnn veit neitt unt hana annað en það, sem ráða má af ofangreindum ritningar- stöðttm. — Orðin dagur og himin eru óefað höfð hér i vanalegri merking. Sp. Mig langar enn fremur til að biðja um skýring á þessunt orðum í tíunda kapítula Jobstíókar: “Ltf og náð veittir þú mér og þín umsjá varðv'eitti minn andardrátt. En þessir hlutir voru faidir í þinu hjarta; eg veit þeir voru þér í sinni”. Hvað er hér meint nteð andardrætti? Er hjarta ekki haft hér í sönttt merkingu og sinni eða hugur? Sv. Andardrátturinn, eitt af ytri einkennum lífsins, er hér sem oftar látinn tákna lifið sjálft. En hebreska orðið þýðir einnlg: “andi”, og sú merking er lögð í það á 'þessum stað í ensku þýðingun- unt. Hjarta þýðir auðvitað hugskot hér, eins og oftar i ritningunni. “Þessir hlutir” (13. v.) eru ógæfu-áföllin, sem Job varð fyrir. Hann beinir orðum sínttm til Drottins. “Þú skapaðir mig", segir hann. “veittir mér líf og náð og varðveittir mig, og þó var þessi tilgangur falinn i hjarta þínu, að leiða alt þetta yfir mig".

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.