Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1918, Síða 26

Sameiningin - 01.05.1918, Síða 26
/fa^rr- ....— -- --- 5? KIRKJULEGAR FRÉTTIR. Deild þessa annast séra Kristinn K. ólafsson. ÞaS er kunnugt aS Mormóna kirkjan er auðug mjög og heíir miklar tekj.ur. Hún á eignir og rekur iðnað, sem gefur af sér stórar upphæðir árlega, en auk þess nemur tiundin af tekjum meðlimanna, um tvær miljónir á ári. -----o---- Presbýtera kirkjan er, eins og kunnugt er, klofin í tvent i Banda- ríkjunum, og er skiftingin að miklu leyti landafræSisleg, og kend við norður og suður. Átti þessi skifting upptök sín í þrælastriðinu, og ekki veriö unt aö brúa dýpiö síðan. Um nokkurn undanfarinn tíma hefir nefnd starfaö aö því frá báöum pört.um aö koma á sameining. En nú hefir ágreiningur komiö upp milli nefndanna um þaö, hvernig sambandinu eigi að vera háttað, og kemur nú málið fyrir kirkjuþing beggja deildanna, til aö reyna aÖ leysa úr vandanum. Vonandi strandar ekki á aðferöinni, ef ekki ber alvarlegra á milli. -----o---- Minnesota konferanzan er stærsta deild Augustana sýnódunnar sænsk.u, og er hér um bil þriðjungur af því kirkjufélagi. Nýskeð samþykti Minnesota konferenzan með miklum meirihluta, að vera á móti því, að samsteypa sú, sem svo langt er á leið komin, og inni- bindur General Council, General Synod og United Synod South, gildi hvað Augústana sýnóduna snertir. í júní næstk. heldur Augustana sýnódan þing í Minneapolis, og þá verður þetta mál tekið fyrir til fullnaðar úrskurðar. Augústana sýnódan tilheyrir General Council, og verði hún í heild sinni á móti samsteypunni, hefir það þau áhrif einungis, að hún verð.ur ein út af fyrir sig, en samsteypan heldur áfram eins fyrir því. Vonandi fer ekki þannig, því það væri óheilla- spor fyrir þá stóru deild lútersku kirkjunnar að einangra sig frá sambandi við trúbræður sína. Þar sem ekkert v'erulegt ber á milli, ætti sannarlega sameining að komast á. --------o------- Svo telst til, að um tvær miljónir Norðmanna séu búsettar i Bandaríkjunum. Einungis hálf miljón tilheyra lúterskum söfnuðum. Sýnir það, hvilíkt verksvið er fyrir heimatrúboðsstarf meðal þeirra. Norska kirkjan í Ameriku hefir 230 presta starfandi að heimatrúboði. ——o------- Skýrslur sýna að tala prótestantiskra sunnudagsskóla í heiminum sé 298 þúsund. Tala kennara og nemenda til samans 28,587,000. Talið er að um 20,000 danskir menn séu í her Bandamanna í Norðurálfunni; flestir þeirra eru frá Canada. Allflestir munu þeir teljast til lútersku kirkjunnar.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.