Sameiningin - 01.05.1918, Side 30
92
Sunnudagsskóla-lexíur.
IX. IÆXÍ.V. — >. JÚNÍ.
•Jesiis huKhreystir vlni sína.—Maj-k. 14, 1-9.
Minnistcxti:—Sá scm stöðugur stcndur alt til enda, hann inúr
hólpinn verða.—Mark. 13, 13.
Umrœðucfni:—Jesús aðvarar og hughreystir vini sína,—Les til
hliösjónar: Matt. 23, 1-25. 46; Lúk. 21, 5-38; Jóh. 10, 142; 11. 47-57;
1. Þess. 5, 1-24; 2. Þess. 2. Eins og ráða má af fyrirsögn lexíunnar,
minnistextanum, umræöuefninu og hliðsjónar-köflunum, þá er sjálf-
ur lexíu-textinn ekki að þessu sinni ætlaSur til umræöu í hærri bekkj-
um sunnudagsskólanna, heldur kaflinn næsti á undan, Mark 13. Þaö
er einliver hinn allra erfiöasti kafli Guös orðs, og því ekki hentugur
lexíutexti fyrir yngri nemendurna. Kapítulinn mun vera útdráttur
úr síðustu ræðunni, sem Jesús flutti fyrir lærisveina-hópnum í heild
sinni — skilnaðarræöan í Jóh. 14-16. kap., var flutt i viðurvist postul-
anna einna. Stundin er kvöld eitt í páskavikunni; Jesús hefir verið að
kenna um daginn í musterinu, eins og dagana á undan. Um.Jeið og
hann gengur út úr helgidóminum og lærisveinarnir með honum,
rennir einhver a.ugum yfir þetta veglega stórhýsi og segir: “Meistari,
littu á, hvílíkir steinar og hvílikt hús!” — Steinarnir í musterisveggj-
unurn voru þrjátíu og fimm til fjörutíu feta langir. Gvðingum
fanst mjög til um þá; og jafnvel Títus, rómverski hershöfðinginn,
sem lagði Jerúsalem í eyði, vildi ekki rífa þessa mikilfenglegu stein-
veggi niður, en varö þó i þvi efni að láta undan ofsa hermanna sinna.
—• Lærisveinarnir hafa sjálfsagt orðið forviða, þegar Je9Ús svaraði:
“Ekki mun hér verða skilinn eftir steinn yfir steini, er eigi verði rif-
inn niður”. Þó rættust orðin tókstaflega, svo sem skýrt var frá.
Síðar um kvöldið, á göngunni aust.ur til Betaníu, þar sem Jesús hafði
náttstað, þegar þeir hvila sig um stund uppi á Olíufjallinu og horfa
vestur yfir borgina og musterið, koma fjórir lærisv'einar til meistar-
ans. og biðja hann um frekari skýringar á þessum orðum. Jesús
talar við þá um framtíðina, um þrengingar, ógnir og byltingar, sem
yfir muni dynja og reyna á trú og þolgæði heilagra. \Jð þessum
þrautum eiga kristnir menn að vera búnir; þeir eiga ekki að láta
hugfallast, þegar þær skella á: andi Drottins mun leiðbeina þeim,
og meistarinn sjálfur mun koma aftur í dvrð sinni, þegar hinn sýni-
legi heimur að lokum brýst um í dauðateygjunum. En—“þann dag
og tíma veit enginn, nema faðirinn”, segir Jesús. Nokkrar dæmi-
sögur sagöi hann lærisveinunum, í sambandi við efni þetta, til þess
að hvetja þá til trúmensku og árvekni. Þær finnast í ræðu þessari
hjá Matteusi. Óefaö eiga sum orö Jesú beinlínis við evðilegging
Jerúsalemsborgar, en önnur við heimsendi. En þó er eins og hvort-
tveggja renni þar saman í eitt. Við eigum sjáltsagt að skoða þann