Sameiningin - 01.05.1918, Síða 32
94
an leggur sérstaka áherzlu á: kristindómurinn er fólginn í lííssam-
bandi viö frelsarann. Hann veitir trúuðum lærisbeini sjálfan sig,
bókstaflega, vekur í brjósti honum nýtt líf, sem beinlinis er vakið aí
eigin lífi hans. I’ú ert kristinn, þegar Kristur sjálfur lifir í þér og
þú í honum. Frelsarinn veitir oss sjálfan sig í sakramentinu; er þar
sannarlega nálægur meö lífskraft sinn og kærleika. Þú meðtekur
ekki dautt hold og blóð hans, heldur sjálfan hann, hinn lifandi lausn-
ara, í heilagri kvöldmáltíö. Þetta er hjartaö, lífið í hinni lútersku
kenningu um sakramentiö, sem svo oft er ömurlega misskilin. Hún
byggist eigi aöeins á oröum Krists í ritningunni, heldur á trúar-
reynslu kristinna manna. Trúaöir menn í öðrum kirkjudeildum við-
urkenna það hjartanlega, að sakramentið sé meira en líkingarfull
minningar-athöfn, að í því sé fólginn heilagur, guðlegur leyndar-
dómur, og að mannssálin þiggi frelsarann sjálfan, þegar neytt er
heilagrar kvöldmáltíðar. — Sumum finst, að þeir sé ekki nógu rétt-
látir, nógu hreinhjartaðir eða trúarsterkir til þess að mega vera til
altaris. Þeim mönnum ber að minnast þess, að það eru einmitt synd-
ugir, ófullkomnir menn, sem Kristur er sífelt að leita að og vill
líkna.
Verkefni: 1. Síðasta páskamáltíð Jesú. 2 . Heilög kvöldmáltíð :
innsetnitigin; orð Jesú og orð Páls postula um það efni (sjá, hliðsjón-
ar-kaflana) ; þýðing hennar fyrir oss.
XX. IÆXÍA. — 1«. Jt'XÍ.
Jesús á krossimiin.—Mark. 15, 22-39.
Minnistexti:—Sannarlega hefir þessi maður verið Guðs-sonur.—
Mark 15, 39.
Umræðuefni:—Jesús deyr fyrir syndir vorar. Les til hliðsjónar:
Matt. 27, 32-61; Lúk. 23, 26-56; Jóh. 19, 16-42; Róm. 4, 25; 5, 11:
1. Pét. 2, 21-25. Eftir kvöldmáltíðina fór Jesús með postulunum
ellefu austur fyrir Jerúsalem, yfir um Kedron-gil og inn í grasgarð-
inn Getsemane í vestur-hlíð Olíufjallsins. Þar hafði hann oft beðist
lyrir áður með lærisveinunum. í garðin.um leið hann óumræðilega
sálarkvöl og baðst fyrir, þar til hermanna-hópur frá landstjóranum
og æðstu prestunum, undir leiðsögn svikarans Júdasar, tók hann
höndum nálægt miðnætti um nóttina. Hann var fyrst færður til
prestahöfðingjanna Hannasar og Kaífasar, yfirheyrður af þeim síð-
arnefnda og dæmdur til dauða. Öldungaráðið var kallað saman í
dögun um morguninn til þess að staðfesta þann dóm. Síðan var
hann færður til Pílatusar, landstjórans rómv'erska, sem eftir margs-
konar undanbrögð lét að síðustu undan prestahöfðingjunum og skríln-
um, dæmdi Jesúm til dauða móti betri vitund og lét krossfesta hann.
Það mun hafa verið á föstudegi, 7. apríl árið 30, að Jesús var kross-
festur. Hann hékk á krossinum í sex stundir, frá kl. 9 um morgun-
inn til kl. 3 um daginn. Staðurinn var ikallaður Golgata eða “Ha.us-
kúpan". Það var grjót-hóll eða klöpp, skamt fyrir utan borgarvegg-