Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1919, Qupperneq 3

Sameiningin - 01.10.1919, Qupperneq 3
223 og enginn til hins nafnsins. “Hvar eru þeir níu!” Yoru það ekki fleiri, sem koma vildu og gefa Guði dýrðina? Og Jesús grætur yfir Jerúsalem. En Drottinn skiftir líka liðinu. Hann kveður bæði smáa hópa og einstaka menn í söfnuðinum til að gegna sérstökum störfum og útbýr þá með sérstökum náðargjöf- um eftir þörfum þeirra. Um það lesum vér í 12. kap. fyrra Korinþubréfsins. Stundum undrast menn, að þeir lievra nöfn sín nefnd og vita sér ætlað tiltekið starf. “Ekki þetta”, segja þeir. “Þetta get eg ekki.” Jú, maður getur alt, sem Guð viil að maður geri. Drottinn er ekki ósanngjarn. Hann ætlar engum það, sem hann er ekki fús að styrkja hann til. Og Drottinn þekkir þig betur en þú þekkir þig sjálfur. Andi Guðs býr í hverj- um kristnum söfnuði. Það er lieilagur andi, sem kallar. Og þá er rödd kirkjunnar rödd Guðs. Að daufheyrast við köllun kirkjunnar og þeirra, sem þar fara með um- boð frá Guði, getur verið syndin stóra móti heilögum anda. Drottinn gengur ekki fram hjá neinum. Hann nefn- ir nöfn allra í söfnuðinum, segir öllum fyrir verkum. Það heyrist ekki stundum, þegar nafnakallið fer fram. Guð talar ekki ávalt upphátt. En sálirnar, séu þær trúaðar, lieyra. Það er ef til viil, ekki annað, sem þú átt að gera, en það, að fara og rétta einhverjum bróður hlýja liönd og leiða hann með þér á samkomur Guðs barna. Það er, ef til vill, ekki annað en það, að bera sólskin inn í kirkj- una þína, svo þeir, sem þangað koma kaldir og hraktir, finni yl og unað. En þetta eru stór verk, guðleg verk, og “meiri verk skuluð þér vinna” segir Kristur. Svo eru starfsviðin sérstöku í söfnuði Drottins. Líkn- arstörfin ganga fyrir öllu. Getur þú ekki satt þennan, klætt hinn? Getur þú ekki vitjað þessa og leitað hins? “Það sem þér gerðuð einum þessum—”. Nafnakall til líknarverka: Djáknar, Dorkas, kvenfélög! Hví eru sæti auð á söngpalli þessum? Hvar ert þú, sem Drottinn gaf fagra söngrödd, svo þú gætir sungið um dýrð lians í söfnuði trúaðra, svo þú gætir hjálpað til að frambera fórnir lielgra tóna í guðsþjónustu safnaðarins?

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.