Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1919, Page 10

Sameiningin - 01.10.1919, Page 10
230 Andatrúar-hreyfingin á Englandi. Ófriðurinn hefir haft mikil áhrif á trúarlíf manna, einkum meðal þeirra þjóða, sem orðið hafa fyrir mestum mannskaða. Mikill fjöldi manna urðu knúðir út í alvarlega umhugsun um lífið og dauðann, út í leit eftir öruggari trúar- grundvelli en þeim, er þeir áður stóðu á. petta var auðvit- að eðlileg afleiðing lífshættunnar á vígvellinum og sorgar- innar heima fyrir, og hefir vafalaust, þegar á alt er litið, orðið kristinni trú til mikillar eflingar; enda gefa sig nú margir kirkju-leiðtogar meir við hjartamálum kristindóms- ins, og minna við nýjungum og veraldlegri stól-kenning, heldur en þeir gjörðu áður. pað eru verksummerki nýs aft- urhvarfs innan kirkjunnar. En áhrifin hafa því miður ekki öll verið í þessa átt. Margir, sem áður voru efablandnir eða vantrúaðir, sátu við sinn keip, þegar hríðin sortnaði, og leituðu heldur vonar og huggunar í andasæringum, heldur en í orði Drottins og bæn- inni. Andatrúin hefir því fengið byr undir báða vængi, og er nú komin í algleyming víða, einkum á Englandi. par í landi hefir hégómi þessi færst svo í vöxt á síð- ustu tíð, að hann er orðinn að nokkurs konar “níu daga undri.” Kveður svo ramt að þessu, að ýmsir nafntogaðir menn, einkum rithöfundar, trúa miðlunum eins og nýju neti, skýra frá “fyrirbrigðum” og véfréttum spiritismans með hátíðlegri lotning og fara með þann boðskap eins og guðlega opinberun eða vísindalegar uppgötvanir. Marga rekur víst enn þá minni til bókarinnar, sem vís- indamaðurinn enski, Sir Oliver Lodge, lét útgefna fyrir tveim-þrem árum. Efnið var um son hans Raymond, sem hann þóttist hafa haft tal af í dánarheimum, skömmu eftir dauða þess unga manns í orustu á Frakklandi. Lýsing sú á öðru lífi, sem gamli maðurinn hafði eftir “anda” sonar síns, var frámunalega gróf-spunnin og afkáraleg með köfl- um, og varla hafandi eftir nema til gamans. pað átti þó heldur við að vorkenna gamla manninum, heldur en að hlæja að honum, því að hann hefir sjálfsagt einhvern veginn mist hið andlega jafnvægi sitt undir sorgar-byrðinni, sem á hann var lögð. pessi eilífðar-vísdómur í bók Sir Oh'vers fræddi menn um tígulsteinshús, tóbaksreykingar, whisky-uiykkínr og aðra hluti fremur ó-andlega, sem fyrir augu bæri þar yfir á ókunna landinu. Whisky-ið kvað þó ekki vera vínið

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.