Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1919, Page 19

Sameiningin - 01.10.1919, Page 19
239 Davíð sálugi var 26. ára, mentað, trúað og ástsælt ungmenni. pessi dánarfregn er birt hér samkvæmt beiðni móður- innar. Sameiningin hefir áður látið ógetið margra góðra drengja af íslenzkum ættum, sem mist hafa lífið í styrjöld- inni. Sú þögn er ekki sprottin af hluttekningarleysi, held- ur er ástæðan sú, að mjög fáar dánarfregnir geta eftir hlut- arins eðli komist að í blaðinu. Sameiningin hefir aldrei gleymt harmi þeim, og sársauka, sem kristið og friðsamt fólk vort hefir orðið að bera á reynslutíðinni óumræðilegu— stríðsárunum. Hún hefði ekki getað gleymt því átakan- lega hrygðarefni, jafnvel þótt hún hefði viljað. Enn á ný biður hún þessum foreldrum — og öllum öðrum, sem eins er ástatt fyrir — líknar og huggunar frá góðum Guði í nafni Drottins Jesú. Guð gefi, að friður og frelsi, mannúð og bróðurkærleiki, breiðist á ný yfir samlíf þjóðanna um leið og grængresið festir rætur á gröfum hinna föllnu. pá verður þeim værari svefninn, og harmurinn léttari hinum, sem eftir lifa. --------------- G. G. | RADDIR FRÁ ALMENNINGI | Doild þessa annast séra G. Guttormsson. | í____________________________•___________ _ ___________________ Úr bréfi frá Selkirk. Mér finst mjög tilhlýðilegt, þar -sem algóður Guð hefir gefið heiminum frið — þótt hann yrði dýhkeyptur—, að við Is- lendingar tækjum okkur til og leituðum samskota á ný í minn- ingarsjóðinn nú á komanda hausti og vetri, um allar bygðir vorar fjær og nær. pað er ekki nóg, að fáir menn b-eri slíkt velferðarmál fyrir brjósti. Nú þurfa allir að leggjast á eitt og hjálpa til. Eg býst við að bezt gengi með því móti, að farið yrði í kring að leita samskota í hverri bygð og bæ. Margir feng- ist eflaust til þess. Eg býst við, að ef heimsófriðurinn hefði -ekki komið, þá hefði skólahúsið nú verið komið upp. En ófriðurinn setti aft- urkipp í viðskiftalíf bæjanna, svo að eðlilegt var að ýmsar stóru upphæðirnar, sem lofað var í minningarsjóðinn, yrðu fremur seinar á sér. Við skulum athuga það, að það er mikils virði að senda börn sín á skóla, þar sem allir vita, hvernig kennararnir eru. Og hvar höfum við aðra ein-s vissu um það,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.