Sameiningin - 01.02.1920, Qupperneq 13
43
tveim árum að raimsaka trúarástandið í umdærni sínu.
Kvaddi hannn nokkra menn í nefnd til þess að komast
eftir, hvað helzt væri að í kirkjunni. Nefndin hélt sér
að rannsókn og íhugun málsins í lieilt ár, og hefir nú
lagt fram ávöxt iðju sinnar í bæklingi, sem heitir The
Teaching Function of the Ghurch (Fræðslu-starf kirkj-
unnar). Þar er aðal áhersla lögð á þetta sama mein,.
''pekkingarleysið. Það er kirkjunni lífsnauðsyn, segir
nefndin, að láta nú sem stendur öll önnur störf þoka
fyrir þessu mikilvæga hlutverki, að uppfræða fólkið í
meginatriðum kristinnar trúar. Þar dugar ekki sunnu-
dagsskólinn einn—. Kennimaðurinn þarf að eiga mik-
ilvægan þátt í starfinu. Kæðumar þurfa að uppfræða
kristinn lýð, ekki í vísindum, stjórnmálum, mannfræði
eða öðru slíku, heldur í kristindómi. Það verk hefir
ekki farið þjónum kirkjunnar svo vel úr hendi, sem
askilegt. hefði verið, nú síðustu tíð.
Hver skyldi nú vera orsökin ? Nóg er viðleitnin,.
ekki vantar það Það h'efir víst aldrei verið unnið meira
að kennslustörfum innan kirkjunnar, heldur en einmitt:
nú. Sunnudagssólar eru sérstakt einkenni vorrar
t.'ðar, og á þeim vinnur heill herskari kirkjufólks, s m
í einlægni hjartans reynir að gera skyldu sína. Hróp-
legt vanþakklæti væri það, að kenna þeim lýð um mis—
tökin. Orsökin mun liggja annarstaðar- Sterk öfl
utan og innan kirkjunnar liafa á síðari tímum róið að
því öllum árum, að gera innihald trúarinnar eins óá-
kveðið eins og mögulegt var. Guðfræðin úthrópuð
sýnkt, og heilagt; fræðakerfi trúarinnar véfengt; eða
sem enn var verra, látið liggja isem mest í þagnargildi.
Mönnum hefir verið talin trú urn það, að kristnin væri
þá hreinust og bezt, þegar greinargjörð og sundurliðun
kæmi þar hvergi nærri.
Mikill hluti kristninnar, leikmenn og kennimenn
jafnt, hafa komist undir áhrif þessarar kenningar að
meira eða minna levti. Afleiðingin hefir svo orðið sú
að kristindómurinn er orðin í liugum fjöldans að þoku-
kendri draumsjón, eða, sundurlausum lífsreglum. Sam-
hengið, grundvöllinn, skipulagið, vantar. Menn liafa
verið hræddir á fræðigreinum sögulegrar kristni, þang-