Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1920, Page 15

Sameiningin - 01.02.1920, Page 15
45 vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgerða; hegningin, sem vér , höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heil- brigðir.—Jesaja 53, 3—5. J?að kemur maður til bæjar nokkurs. Hann sezt þar að og bann tekur óðar til starfa. Og hann vinnur og vinn- ur baki ibrotnu, nótt og nýtan dag. En til hvers vinnur hanm? Fyrir sjálfan sig ? Til þess sjálfur að græða sem mest og koma sér sem bezt fyrir? Ó-nei! Hann vinnur fyrir bæinn. Fyrir alla, sem í bæn- um búa. Hanm- gleymir sjálfum sér. Hugsar ekkert um sig, heldur að eins um aðra. Um það, að foærinn geti komist upp. Og að öllum geti liðið þar sem bezt. Hann hugsar ekki að eins um þá, sem búa á einhverju sérstöku stræti. Vinmur ekki að eins að því, að þeim megi Mða sem bezt. Heldur vinnur hann að því, að öllum, hverri einustu sál, megi iíða sem bezt. Hann gleymir eng- um. Ekki hinum allra minstu. Fyrir alla jafnt vinnur hann. Fyrir alla jafnt leggur hann á sig. Alla jafnt ber hann fyrir brjósti sér. Og ekki hlífir hann sér. Hann veit ekki hvað það er, að hlífa sér. Og öMuih er það augljóst, hvað hann leggur á sig. Hvað nærri hann gengur sér. Og hvað hann tek- ur út. En aldrei heyrist hann kvarta. Og aldrei heyrist neitt æðru-orð. Að verkinu sínu vinnur hann, hvað sem um hann ^r sagt, og hvað mikilli mótspyrnu, sem hann mætir. Bngum dylst það, að hann' hefir trú á málefninu sínu, og að hann hefir einsett sér að sigra hvað sem það kosti hann.------ Em svo flýgur sú frétt út um bæinn einn daginn, — að hann sé dáinn. Og að hann hafi dáið við það, sem hann var að vinma, og fyrir það, sem hann var að vinna, og af því, sem hann var að vinna. En að hann hafi verið búinn að ljúka verkinu sínu, — einmitt lokið við það augnabMkið, sem hanm dó. Framtíð bæjarinis sé því iborgið, og öllum þeim, sem í bænum búa, sé gefinn kostur á að verða aðnjótandi aMra þeirra gæða, sem hann með Mfsstarfi sínu og dauða hafi áunnið.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.