Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 16
46 Hvort myndi nú nokkur bæjarbúinn 'heyra þá frétt án þess að komast við? Myndu ekki allir finna til þakklætis- skuldarinnar, sem þeir væru í við hann? Myncju ekki allir verða fúsir til að leggja eitthvað af mörkum í minnisvarða yfir hann til merkis um kærleika þeirra til hans? Vafalaust. Kristnu vindr! Nú kom Drottinn vor, Jesús Kristur, í heiminn og var í heiminum til þess að vinna verk fyrir heiminn. Ekki var hann að hugsa um sjálfan sig, né að hlífa sjálfum sér. Hjartans málefni hans var að tryggja oss mönnunum öllum líf, sannarlegt, dýrðlegt, eilíft, bæði hér í tilveru tím- ams og síðar í tillveru eilífðarinnar.Að þessu vann hann. Fyrir þetta lifði hann og dó. Og hann vann sigur. pess vegna gefur hann oss öllum kost á að eignast öll þau gæði lífsins, sem hann ávann oss með öllu starfi síniu og öllu lífi sínu fram í dauðann, já, fram í dauðann á krossinum. Hvað það kostaði hann að vinna að verkinu sínu,—að ávinna oss lífið, sannarlega. dýrlega, eilífa, svo að vér ætt- um kost á að eignast það og eiga eilíflega, — það vitum við. Og að hano var reiðubúinn að láta alt í té, sem af honum var heimtað, til þess að við gætum orðið eilíflega lífsins ibörn, — það vitum við líka. En að hann sá ekki eftir neinu, ekki eftir s'ínu eigin lífi, en lét það í sö>lurnar, fórnandi sjálfum sér fyrir oss, til þess að við ekki glötuð- uimst lífinu og lifið ekki glataðist oss, — þetta vitum við einnig. Oss hefir verið svo margoft sagt frá því. Svo margotf sýnt það. Og svo dýrlega hefir það verið sungið inn í oss, — ef til vil'l' dýrlegar en inn í nokkra aðra þjóð. Og sérstaklega á hverri íöstu hefir þetta verið gert. Fastan, tíminn þessi, sem einlægt kemur í kring með sitt alvöru-þunga orð ár hvert, eins og kallar til “allra, sem fram hjá fara um veginn”, að nema staðar og “athuga og skoða”, um 'leið og hún heldur upp fyrir oss myndinni skýr- ustu og stórkostlegustu, myndinni m'eð litmestu og litbeztu dráttunum, þeirri, sem píslarsagan dregur upp og sýnir oss af frelsara vorum í hans guðdómlega fórnarkærleika. pessa mynd eigum við kost á að athuga og skoða. Fastan þrýstir oss til þess. Og hér höfum við fyrir augunum uppmálað alt það, sem fre'lsari vor leið, og hvað það kostaði hann að fretea oss, svo að vér gætum orðið börn lífsins eilíflega. Og inn í oss hefir Halligrímur Pétursson verið að syngja

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.