Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1920, Page 17

Sameiningin - 01.02.1920, Page 17
47 þet'ta á 'hverri föstu. Sjálíur hafði hann athugað alt og skoðað, svo að hann komst við. Og sjáifur gat hann því sungið: “Dropana tíni eg dreyra þíns, Drottinn í sjóðinn hjarta míns.” Og út frá þeim sjóði streymir svo hinn heilagi óður hans litaður dreyra-dropum Drottins. Ættum við þá ekki að komast við, — við, sem eigum kost á að athuga og skoða, og svo líka að heyra sönginn hjartnæma? Ættum við ekki að komast við út af hinum mikla lausnarkærleika Jesú og hjörtu vor að lifna af kær- leika til hans og af lotmimgu og tilbeiðslu ? Og ættum við þá ekki lika að komast við út af eigin synd vorri og læra að iðrast æ betur og snúa oss til Guðs og að biðja hann: “Faðir, fyrirgef mér alt vegna frelsara míns. Mig langar til þesis að verða betra barn þitt framvegis. ó, lát ekki náð þína í þínum eiskaða syni verða til ónýtis á mér.” ? f hinum miklu harmaljóðum Jeremíasar syngur spá- maðurinn úf harma sína út af óförum Jerúsalemsborgar. í 12. versi 1. kapítula lætur hann borgina út af hörmungar- ástandi hennar, ávarpa þá, sem fram hjá ganga: “Komist þér ekki við, ailir þér, sem fram hjá gangið urn veginn? Athugið og ’skoðið, hvort nokkur neyð líkist minni neyð, sem á mig er lögð, sem Drottinn -lét dynja yfir mig á degi sinnar brennandi reiði”*) Komist þér þá ekki við af hörmungum mínum? Skiftir ykkur engu eymd mín öll? Stend'ur ykkur á sama um kvöl mína, sem eg verð að líða, alla refsidómana Drottins, miklu og þungu, sem yfir mig hafa dunið? Að vísu voru refsidómarnir þungir, sem yfir Jerúsalem dundu og um leið yfir Gyðingaþjóðina á dögum Jeremíasar spámanns, þegar borgin var af óvinum unnin, rupluð og rænd, og lýðurinn herleiddur, sökum ótrúmensku þjóðar- innar við Drottin og harðúð hjarta hennar. En er líku sarnan að jafna, þessu, sem kom fram við Gyðinga þá, og því öllu, sem á Jesúm lagðist? Ó-nei! En hið fyrra minn- ír á hið síðara. pegar kristinn maður les þetta um Jerú- salem, verður hann ósjálfrátt .mintur á það, sem skeði í Jerúsalem mörg-hundruð árum seinna, þegar Jesús var píndur. Auk þess er skyldleiki í öllum þjáningum, eins og sagt hefir verið. *) Eg hefi farið eftir eldri þýðingunni. Hygg hana betri, að minsta kosti uppihaf vfersins.—N.S.Th.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.