Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1920, Page 32

Sameiningin - 01.02.1920, Page 32
62 gáfu þeir þá atvinnu til þess að fylgja Jesú? 6. Hvor þeirra hafði oftar orð fyrir postulunum og flutti fleiri ræður? 7. Hvor þeirra ritaði fleiri bækur? 8. Hvenær kom veikleiki í ljós hjá Pétri? Hvenær styrkleiki ? 9. Hvað var það, sem gjörði hann sterkan og hugrakkan? 10. Hvenær var kirkja Krists stofnuð, og hvaða fyrirheit frelsarans var þá uppfylt? 11. Hvernig lifðu kristnir menn í fyrstu söfnuðum? 12. Hvernig stóð á þv(í, að Pétur og Jóhannes i'oru handsamaðir og færðir fram fyrir dómstól Gyðinga? 13. Hvað var aðal-efnið ií ræðu Péturs frammi fyrir þeim dóimstóli ? 14. Hví var svo hörð refsing lögð við synd Ananíasar? 15. Hvaða áihrif höfðu ofsóknirnar á kristniboðið? 16. Á hvern hátt var Pétri gjört það skiljanlegt, að iheiðingjar ætti aðgang að guðlegri náð í Kristi — án þess að taka fyrst Gyðingatrú? 17. Hvað segir Pétur uim kristilegan þroska (9. lex.) ? 18. Hvað segir Jóhannes uppruna kærleikans og kærleiks-þroskann? 19. Hvað táknar fyrri sýnin úr Opinberunarbókinni (11. lex.) ? 20. Sú isíðari (12. lex.) ? 21. Hvor þeirra hefir haft meiri og dýpri áhrif á 'hugi kristinna manna, pétur eða Jóhannes? ANNAR ARSFJÓRÐUNGUR. I. LEXÍA. — 4. APRÍL. Kristur upprisinn. Páskalexía.— Lúk. 24, 13—31. (Les: 32. til 35. vers.) Minnistexti: Átti ekki Kristur að líða þetta og ganga inn í dýrð sína?--Lúk. 24 26. 1. Um hvað eru lexíurnar í þessum ársfjórðungi? pær eru úr gamla testamentinu — helztu viðburðirnir úr sögu fsra- els frá dómaraöldinni fram að dauða Sális konungs. Lexían í dag er páska-lexía, og stendur því ein sér. 2. Hvenær gjörð- ist þessi atburður? Á páskadag. 3. Hvar var þorpið Emmaus? í suðaustur frá Jerúsalem, sextíu skeiðrúm, eða hálfa sjöundu mílu, frá borginni. 4. Hverjir voru lærisveinarnir tveir? peir voru ekki postular. Annar þeirra hét Kleófas (18. v.). Hinn er ónefndur. Hvorugur þeirra var Víst hátt settur, mik- ils metinn, eða framarlega í hópi lærisveinanna. 5. Hví voru þeir svo daufir í bragði? peir elskuðu Jesúm, en trúðu ekki upprisu-sögunni. 6. Hví þektu þeir ekki Jesúm, þegar hann kom til þeirra? Augu þeirra voru haldin (16. v.), svo að þeir þektu hann ekki. 7. Hvað þýðir það? Einhver dularfull breyt- ing var orðim á útliti Jesú, svo að jafnvel mánustu vinir þektu hann ekki fyr en íhann sjálfur viidi. pað var eins og hjartað

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.