Sameiningin - 01.04.1921, Qupperneq 8
r
104
nokkurn yfirnáttúrlegan hátt. En hvaö á hún |>á viö, þegar hún
segir: “Þeir hafa tekiö—”? Þaö er óhugsandi, að hún hafi
átt viö lærisveina hans og vini, því aö þar sem bæði náttúruöfl,
stjórn og hervald höföu verið til þess sett, aö koma í veg fyrir
að vinir hans tæ'ki líkamann úr gröfinni, þá var með öllu ó-
hugsandi, að iþeir hefðu gjört það. En hafi hún átt við óvini
hans, eins og hún að sjálfsögðu hefir gjört, þá var það líka röng
tilgáta. ^Þaö sannar sagan. Því að, ef þeir hefði tekið líkam-
ann, þá myndi 'þeir síðar hafa komið fram með hann, til að
sanna, að upprisu4>oðskapur lærisveinanna væri rangur. Opna
gröfin var því og er enn í dag órækur vottur um upprisu Jesú
Krists og sigur lífsins yfir dauðanum. Frammi fyrir þessu
þögula vitni stendur María með sára sorg i hjarta; af því hún
skilur hann ekki.
Eðlilegt mætti virðast, að Maria hefði áttað sig, þegar hún
sá líkklæðin þar. í gröfinni. Hún hefði getað hugsað á þessa
leið: “Hann var mikill og undursamlegur, hann læknaði, líkn-
aði og lífgaði. Vera má, að faðirinn himneski hafi lika kallað
hann fram úr sinni gröf.” En ekki eru nein merki þess, að
nokkuð slíkt hafi komið henni í huga. Hún getur ekki hugsað
sér annað, en að það hafi verið líkamlegar hendur, sem tóku
líkama hans úr gröfinni. Og þetta er einmitt svo átakanlega
mannlegt. Þegar afleiðingin er likamlegs eða jarðnesks eðlis,
verður manninum það, að hugsa sér, að orsökin hljóti einnig að
vera líkamleg og jarðnes'k.
Við gröfina stendur svo María grátandi. Myrkrið, sem
lagst hefir y'fir sál hennar, virðist ekki geta eyðst. Ó, ef hann
aö eins væri hér — ef líkaminn væri ekki horfinn, þótt öndin
væri hurt-flogin — þlá gæti hún öðlast þá huggun að veita
honum siðasta 'kærleiksvottinn. En þess átti Ihún e'kki að njóta.
Þá heyrir hún nærri sér þessa rödd, sem ekki var rödd engils-
ins. Hún heldur, að það sé garðvörðurinn og svarar því tafar-
laust: “Ef þú hefir borið hann burt ihéðan, þá segðu mér hvar
þú hefir lagt hann. Og þá heyrir hún orðið, sem eyðir myrkr-
inu—vinar-orð af vörum frelsarans sjálfs, Nú fær hún að
vita þann frelsandi sannleik, sem geislar frá gröfinni opnu út
yfir alt mannlífið. Reynið að sjá í anda þá óumræðilegu hrifn-
ing og gleði, sem nú skín út úr andliti hennar, þegar augu hennar
opnast og hún hrópar: “Rabbúni!” og ætlar að faðma að sér
vininn og meistarann, sem hún hafði heimt úr /helju.
Hún fékk að skilja, hvað opna gröfin þýddi, að þar var
tákn óumræðilegrar gleði, en ekki nýrrar sorgar — þegar frels-
arinn sjálfur ávarpaði hana. Hér er mikilvægur lærdómur: Það>