Sameiningin - 01.04.1921, Page 9
105
er persónulegur frelsari, sem. einn getur leyst úr spurningum
öllum um sjálfan sig, iþeim er þýöing hafa fyrir líf vort. Þaö
var Jesús Krístur sjálfur, sem einn gat sýnt merking hinnar
opnu og tómu páskagrafar. Og ef ékki væri lifandi Kristur til
aS útsíkýra þýSing piáskahátíöarinnar, þá grúföi enn myrkur yfir
eiliföar-von mannkynsins.
Auðvitaö var gleði iMaríu aö þessu sinni ekki sprottin af
(þroskuöum skilningi á merking þessa mikla undurs, sem hún
nú var orðin sjónarvottur aö; hún er frá sér numin af gleði, yfir
Iþví aö hafa heimt ástvin sinn úr helju. Það fagnaðarefni út
af fyrir sig er nógu stórt, nógu mikilvægt á þeirri stund, til að
fylla hjarta hennar. .Meö þann fögnuö flýtir hún sér frá gröf-
inni, til þess að segja lærisveinunum gleðifréttina. En vor gleði
út af þessurn sama atburði hlýtur aö hafa dýpri rætur og meiri
þýðing, heldur en gleði hennar á þeirri stund, af því vér höfum
lært að þekkja svo miklu hetur þá ótæmandi dýrö, sem skín út
úr mynni þessarar opnu grafar. í undri þessu höfum vér sönn-
un fyrir guðdómi Jesú Krists, fyrir velþóknun föðursins yfir
sonar-fórnin, fyrir sigri náöar yfir synd, lifsins yfir dauðan-
um. Vér fáum nú séð, i ljósi upprisunnar, að krossinn er altari
mannkynsins, og aö á því aitari íórnaði Kristur sjálfum sér
'fyrir syndir vorar allar, og gaf oss frið við Guð. En mun nú
Maria hafa athugað alt jjetta. þegar upprisu-gleðin fylti hjarta
hennar á þessum páskamorgni ? Kíklega ekki. Meistarinn, sem
hún elskaði, var heimtur úr helju. Sú hugsun gagntékur sál
hennar. Aðrar hugsanir verða á þeirri stundu að víkja fyrir
þessu mikla fagnaðarefni.
En myndi hún þá hafa getað athugað mikilvægi þessarar
stundar í sorginni, áður en hún sá frelsarann upprisinn? Auö-
vitaö er það óhugsandi. Hvaða grun gat hún á því augnabliki
haft um þaö, að þessi mynd af sjálfri henni, grátandi við gröf
ástvinarins, yröi geymd i annálum kristninnar um aldur og æfi ?
Alls engan. Hvað vissi hún um það, aö hún stæöi þar augliti
til auglitis við höfuð-viðburð og aðal-gleðiboðskap sögunnar?
Sjálfsagt ekki neitt. Hún var ekkert annað en sárt syrgjandí
kona við gröf vinarins iburtsofnaða og horfna. Hún þekti hann
ekki nógu vel, vissi ekki hverju hann gat og hverju hann kafði
til leiðar komið. Stóð þar bara svo beygð og mædd og grátandi,
af því að hann var horfinn sjónum.
Er þetta ekki líkt afstöðu vor mannanna við dauða og
gröf ? Beygðir, mæddir og grátnir stöndum vér við grafir
burt-sofnaðra ástvina. Oss virðast þau kjör svo þung—sporin
svo þung til grafstaðarins. En minnumst þess, að þyngri væri