Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1921, Page 20

Sameiningin - 01.04.1921, Page 20
116 meöal rithöfundurinn nafnfrægi, George Bernard Shaw, og hefir 'þó enginn sakað ihann um rétttrúnað hingað til. Þar nær engri átt, að baráttan gegn vanhelgun sunnudagsins sé aðallega sprottin af þröngsýnni trúar-vandlæting, á Bretlandi eða hér i álfu. Þeir menn eru víst sár-fáir, er leggja vilja iblátt laga- bann, í nafni kristindómsins, við allri saklausri gleði á sunnu- dögum. En kostnaðarsamar skemtanir eiga hér óskylt mál. Þeim fylgja hagnaðarvon, sem tælir ýmsa gróðamenn til að stuðla sem allra mest að háværum glaumi og öðrum friðspjöll- um á hvíidardeginum, en heldur samtíinis vinnufólki þúsundum saman við óþörf þreytuverk. Baráttan um helgihald sunnu- dagsins er ekki á milli rétttrúnaðar og skynsemsku fyrst og fremst, heldur á milli Guðs og Mammons. Morðmál alræmt og daunilt var fyrir skemstu til lykta leitt í Kansas-ríki “Jake” Hamon, vellauðugur gróðabrallsmaður og drahbari, var skotinn til bana suður þar á siðasta hausti. Hjá- kona manns þessa, kvensnift að nafni Clara Smith, var sökuð um glæpinn. Hún játaði á sig verkið, en þóttist hafa átt hendur sínar að verja, og var hún sýknuð af kærunni. Þetta er nú í sjálfu sér varla í frásögur færandi, (hér í Ameiiíku, ef ekki væri fyrir það, sem nú skal greina. Konan var ung og fríð, maður- inn alþektur, sem hún drap, sólarsagan í öllum greinum ljót og hneykslanleg, og þögðu blöðin a!ls ekki yfir samförum þessara hjónaleysa. En alt þetta gjörði söguna “spennandi” — og Clara Smith var söguhetjan. Þá geta þeir, sem kunnugir eru hérlendu þjóðlífi, getið sér til um eftirköstin. Kvensniftin verður að á- trúnaðargoði fólks í öllum áttum; henni hafa borist hundrað biðilsbréf; kvikmynda-félög bjóða henni leikkonustöðu, hvert í kapp við annað, með þúsund dollara launum á viku. Bókaút- gefendur keppa um það hnoss, að ná í útgáfuréttinn að “endur- minningum“ hennar eða syndajátning. Mörg tímarit hafa reynt að gjöra sér útgengilegt kryddmeti úr sögu Ihennar með einu eða öðru móti. Og hvað hefir nú konan gjört til þess að verðskulda alt þetta? Alls ekkert, annað en það, sem sagt er hér að ofan, eða að minsta kosti höfðu blöðin ekki af öðru að segja. Fleðu- lætin eiga sér því engar átyllur, aðrar en alræmt morðmál, kitl- andi hneykslissögu og snoturt kvenmannsandlit. Getur nú nokkur búist við þvl, að æskulýðnum gangi vel að rata þrönga veginn, á meðan annað eins á sér stað? Skýrslur Baptistakirkjunnar bera það með sér, að atkvæða- mestu kennimennirnir í þeirri kirkjudeild eru flestir á milli

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.