Sameiningin - 01.04.1921, Page 21
117
fertugs og sextugs. í söfnuðum Baptista — þeim, er stærstir
eru — stóS aldur prestanna svo, árið 19O4, aö tólf voru innan
viö fertugt, en sextán milli fertugs og sextugs. En áriS 1920
v.ar aö eins einn innan viö fertugt, ellefu milli fertugs og fim-
tugs, en seytján milli fimtugs og sextugs. Petta sýnir ljóslega,
aö kirkjulýðnum, meSal Baptista aö minsta kosti, er ekki orðið
svo gjarnt sem áður aö taka unga kennimenn fram yfir roskna.
Einhverjir framtakssamir efnamenn kváöu hafa beöið
brezka landstjórann, Ronald Stows ofursta, um leyfi til að
leggja sporveg yfir O-Hufjalliö og setja upp merry-go-around á
helgum stöðvum í Belhlehem. Landstjórinn gaf engan kost á
sliku, sem ekki var von.
Námsmeyjar á mentaskólanum í Peoria í Illinois tóku sig
saman um það fyrir skemstu, að skemta sér ekki meö neinum
iþeim piltum, er reykti vindlinga, enn fremur, aö taka ekki þátt
í neinni dans-skemtun, þar sem leyfðir væri óhæverskir nýtízku-
dansar. Piltarnir á skólanum létu ekki segja sér tvisvar, hvað
gjöra skyldi, þegar þeir Iheyrðu þetta. Þ.eir höfðu með sér fund
og komu sér saman um, að enginn þeirra skyldi gefa sig við
nokkurri stúlku, sem gengi í stuttpilsi efta silkisokkum. Betur
aö sami hugsunarháttur ríkti víöar meðal æsklýðsins.
Vínbannsmenn eru fáliöaðir á Bretlandi og hafa þar á móti
sér bæði almenningsálitið og öflugt auðvald. Þeir hafa orðið
fyrir stööugu hnútukasti þar. Blöðin eru á móti vínbanni, hér
um bil öll. Þó er það haft eftir Lloyd George forsætisráðherra,
að ef Bandaríkjamönnum ’hepnist með vínbannið, þá muni Bret-
ar fylgja dæmi þessa lands innan tíu ára.
----------0---------
Sléttusöfnuður í Mozart, Sask., hélt ársfund sinn 20. marz.
í söfnuðinum eru nú liðugir 100 meðlimir. Sunnudagsskóla-
starfið, undir umsjón hr. H. B. Grímsson hafði gengið ágæt-
lega. Aðsókn góð allan þann tíma, sem skólinn stóð. Um 10
meðlimir höfðu gengið í söfnuðinn á árinu. í ýmsum störfum
og ekki sízt í sambandi við samkomu þá, sem haldin var í Moz-
art um kirkjuþingið, 'hafði söfnuðurinn notið mikillar og drengi-
lcgrar aðstoðar fólks, sem ekki stendur í Sléttusöfnuði. — Full-
trúakosning hlutu: Th. Laxdal, Th. Arnason, H. B. Grímsson.
Jóhannes Thordarson og P. N. Johnson. Djáknar; Mrs. S.
Bachman, Mrs. P. N. Joíhnson og Stephan Johnson.