Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1921, Qupperneq 22

Sameiningin - 01.04.1921, Qupperneq 22
118 | RADDIR FRÁ ALMENNINGI Deild þessa annast séra G. Guttomisson. |____________________________:________ Rödd frá NorSiir Dakota.—Eftir hr. Guðbr. Erlendsson. í í i I i Mér er ljúft aS verSa viS tilmælum ritstjóra Sameiningar- innar, og tilfæra þau orð ritningarinnar, sem mér eru hjart- fólgnust. [þau eru þessi: “Komið til mín, allir þer, sem erviðið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld” (jMatt. 11, 2&). Þessi orð Jesú Krists hafa gefiö mér styrk á lífsleið minni; þau hafa dreift sorginni og veriS ljós sálar minnar á tíma mótlætinganna. Nýja testamentið er sú regla og mælisnúra fyrir lífi mínu og breytni, aS hvergi getur slíka. “Þar býðst oss náð og blessun fróm”, segir hið andríka skáld, Hallgrimur Pét- ursson, og sæll er sá, sem tekst að hagnýta sér hana : þar sjáum vér í anda frelsarann með sinn náðarfaðm útbreiddan á móti hverjum þeim, er til hans leitar í emlægni hjartans. Okkar fræga skáld, Matthías Jochumsson, vitnar um það sama, þegar hann segir: “Ó þá náð að eiga Jesúm” o.s.frv. Hið fræga skáld Dana, Grundtvig, tekur í sama strenginn, með sínum andríka sálmi: “Kom hen til mig du trette sjæl.” Eg hefi nú í fám orðum orðið við bón þinni, vinur minn, og vil eg nú gjarnan bæta við nokkrum orðum, og vona að þú virðir á 'betra veg, og þeir, sem lesa kunna. Lítið vantar til, að tólf ár séu liðin frá klofnun kirkjufélagsins. Ekki er nauðsyn- legt, að eg tali ihér um ástæðurnar, þær eru öllum kunnar, sem þar eiga hlut að máli. Okkur ’hefir verið rétt bróðurhönd af meirihlutamönnum (&r eg þá taldi mig með), en því miður hefi eg ekki orðið var við annan árangur en þann, að málið var tekið til umræðu. Það hefir verið og er mín innileg hjartans löngun, að þeim umræðum yrði haldið áfram, og í þeim kærleika, sem “vonar alt, og umber alt”, þá mun sá endirinni málsins, að við með fögnuði í kærleika tökum vinataki hina framréttu hönd. Nú vil eg með vinsemd og í vínarhug mælast til þess, að allir kennimenn vestan hafs — hvort sem þeir tiliheyra kirkjufé- laginu eða ekki — sem af íslenzku bergi eru ’brotnir, og eins allir leiðandi menn og konur, taki höndum saman eins og bræður og systur, og leitist við að sameina nefnda flokka. — Og þá sein- ast en ekki sízt er að minnast Tjaldbúðar-málsins. Leggi þar allir gott til rnála. Látum okkur ekki gleymast það, að alt sem

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.