Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1921, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.04.1921, Blaðsíða 28
T 124 dramb og fyrirlitning; hins vegar fölsk auömýkt. 3. Um hvora þeirra-talar hann fyrst? Þá síöarnefndu (T4.-20. v.). 4. Hvatf segir hann um það efni? a) Hann likir söfnuöi Krists við likama, sem hefir marga limi. Líkaminn er einn, þótt limirnir sé margir og hver öörum ólikir. Svo er um kirkju Drottins. Sanntrúaöir menn eru allir eitt í Jesú Kiisti, tþótt þeir sé ekki allir steyptir í sarna móti. f) Limir líkamans eru allir þarfir, þótt sumir iþyki veglegri en aörir. Fyrir því gæti ekki fóturinn taliö sig of lítilfjörlegan til að teljast með líkamanum, þótt hann sé ekki eins firnur eða fíngjör eins og höndin. Svo er um eyra og auga. Á sama hátt má ekki óbreyttur liðsmaður í liði Drott- ins telja sig of lítilfjörlegan eða starf sitt. Hann má ekki ætla það, að ekkert sé undir sínum kröftum komiö, fyrst hann er ekki mikilmenni. Það er falska auðmýktin, sem Páll varar við. c) Lákaminn væri illa kominn, ef hann væri sviftur öllum sínum limum, nema þeim veglegustu; ef hann væri allur hönd, allur heyrn, allur sjón. Svo er um kirkjuna. Ef enginn teldist þarf- ur þar, né reyndi til að starfa, nema fáein stórmenni, þá liði hún fljótt undir lok. d) Vér erum allir limir á líkama kirkjunnar, eða eigum að vera, og höfum allir eitthvert verk aö vinna þar. e) Við eigum ekki að öfunda þá, sem meira er gefið, heldur vinna okkar verk, því að Guö hefir “sett limina á líkamann, eins og honum þóknaðist. .5. HvaS segir Páll um síðari hœttuna? Leiðtogarnir, afburða-mennirnir, mega ekki verða drambsamir og fyrirlita hina. Augaö kemst ekki af án handarinnar, né höf- uöiö án fótanna. Kirkjan er illa komin, þegar fáein stórmenni vilja vera þar alt í öllu. b) Kristur er höfuð kirkjunnar. Hann þarf okkar, limanna, við.. 'Miklu fremur þurfa þá limirnir sjálf- ir hver á annars hjálp að halda. c) Eins og vér klæðum eða skrýðum óásjálegri limina á líkamanaum, eins þurfa hinir veik- ari safnaðarlimir sérstakrar verndar og nærgætni. Við eigum að gá að breytni okkar gagnvart þeim, svo að viö óvirðum þá ekki. d) Guð vill, að ekki verði ágreiningur í kirkjulíkaman- um, eða öfund og deilur út af virðingum, heldur eiga þeir að “bera sameiginlega umhyggju hver fyrir öðrum." e) Likam- inn líöur allur, ef einn limurinn þjáist; og eins er líkaminn all- ur heilbrigöur, ef sérhver limur er heill. Svo er um kirkjuna: hún líður öll viö það, ef smælingjarnir eru hneykslaðir eöa settir hjá. VIII. LEXÍA — 22. MAÍ. Kristindómurinn og heimilið — Lúk. 10, 38—42. 2, 51. 52; 2. Tím. 3, 14. 15. MINNIST.: Börn, verið hlýðin foreldrum yðar í öllu, því að það fer þeim vel, scm Drotni heyra til. Þér feður, verðið ckki vondir við börn, yðar, svo að þau verði ekki ístöðwlaus.— Kól. 3, 20. 21. '

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.