Sameiningin - 01.04.1921, Qupperneq 31
127
þótt það kosti okkur óþægindi og jafnvel lífsháska; og enn frem-
ur aö hjálpa betur en rétt í svipinn; viö eigum að bera umhyggju
fyrir þeim, sem viö hjálpum, og veita þeim liö, þangaö til þeir
eru sjálfbjarga. c) Syndugir menn, sem ekki 'hafa fundiö
frelsarann, eru líka nauðstaddir og dauðvona. Þeim á kristinn
maður sérstaklega að hjálpa, bæði með orðum og umgengni, svo
að þeir komist til Krists og verði hólpnir. d) Við frelsumst fyr-
ir Guðs náð, en ekki af lögmálsverkum. Náð Guðs gefur okkur
nýtt líf í frelsaranum, og það líf sýnir sig í kærleiksverkum.
Fyrir þá sök er enginn á vegi hjálpræðisins, sem hafnar þessu
mikla boðorði um kærleika til Guðs og manna.
Ur heimahögum.
Þýðingar tvær úr Passíusálmunum eru birtar á öðrum stað
í þessu blaði. Önnur er eftir Gharles V. Piloher, prest í Tor-
onto, höfund þýðinga-safnsins The Passion Hymns of Iceland.
Versin, sem hann birtir nú í enskum búningi, eru úr 34. sálm-
i.num: “Óvinum friðar blíður bað,” og “Eg má vel reikna
auman mig.” Hin þýðingin er frá Vestur-íslendingi, sem ekki
vill láta nafns síns getið. Hún er úr 23. sálmi: “Eg var sem
fjötrum færður”, og næstu tvö vers. Brot þessi standa bæði í
íslenzku sálmabókinni. — Hr. Piloher hefir haft við orð að
skreppa til íslands í sumar, ef efni og ástæður leyfa.
Ársfundur Ágústínussafnaðar að Kandahar, Sask., var
haldinn í marzmánuði, svo sem venja er til. Skýrslur sýndu,
að starf safnaðarins Ihafði aldrei verið meira og víðtækara,
heldur en á síðasta ári; útgjöldin aldrei eins mikil, og hagur
safnaðarins þó í góðu lagi. Meðlimatala safnaðarins nemur nú
um 200 manns, og sunnudagsskólinn taldi 100 á skrá sinni
“Biblíu-deildin,” eða deildin fyrir fermt og fullorðið fólk, eins
stór eins og allar hinar til samans. Nefnd var sett til að athuga,
hvort ekki væri hægt að stofna ungmennafélag á vegum safn-
aðarins. — Fulltrúar voru kosnir þeir J. G. Stephanson, G. J.
Syeinbjörnsson, J. B. Jó'nsson, Carl Frederickson og Skúli Bach-
man. I djáknanefnd hlutu kosningu: Mrs. C. Hjálmarsson, Mrs.
J. B’. Jónsson, Mrs. E. Hélgason. Formaður sunnudagsskólans
er Albert Anderson en söngflokksstjóri J. B. Josephson.
Ársfundur Immanúelssafnaðar að Wynyard var haldinn
eftir messu á skírdag. Söfnuðurinn telur nú 150 meðlimi. Söfn-
uðinum bættust 15 meðlimir á árinu, að meðtöldum fermingar-
börnum. Innritaðir nemendur sunnudagsskólans voru 80. Hafði
það starf gengið með langbezta móti á síðasta ári. Einnig var
rætt um stofnun ungmennafélags, og því máli vísað til nefndar.
Fulltrúar voru kosnir: Gunnar J. Guðmundsson, Steingr. John-
1