Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1923, Síða 17

Sameiningin - 01.05.1923, Síða 17
143 innar. En þaö finst oss galli, 'hversu lítiö eru tekin til greina kraftaverk Krists og upprisa 'hans. Veröur þó ekki hjá því komist, aö gera grein fyrir þessu, ekki aöeins er um rannsókn kristindómskenninganna er aö ræöa, heldur og um kristnu trúna í heild sinni, eins og hún endurspegl'ast í ummælum og líferni höfundar kristindómsins. Upprisa Krists er aö sönnu tekin til greina, er um ræöir trú og kenning lærisveinanna eftir daga Krists. En mestu varöar hverju Kristur trúöi sjálfur og hvernig hann skoöaöi upprisu sína. Enda er i núlegri tíö kristi- legri hugsun ekki annar þáttur í sögu og kenningu Krists hugðnæmara viöfangsefni, heldur en þátturinn milli upprisunn- ar og himnafararinnar. Þá “trúarsögu” þarf vandlega aö' í- huga, ef heildarmynd kristindómsins á aö vera sönn og ljós. Höf. álítur aö Jesú hafi fyrir vitrun þá, er hann fékk viö skírnina, oröið sér þess meðvitandi, að hann væri Messías. Má vera aö svo hafi verið. En i rauninni er sú staðhæfng fremur dogmatísk ályktun, heldur en söguleg staðreynd. Og| er þetta dæmi valið til þess að sýna, hversu mjótt er mundangshófiöl milli þess, sem vera á vísindalegt sögu-atriði og hins, sem er trúarvitund sjálfs manns. Má hiö sama segja um ályktunar- orö höf. um kvöldmáltíðar-ummæli freisarans. Er þetta ekki sagt höf. til ámælis. Aliir, sem eitthvað hafa í einlægni hjartans hugsað um guðfræöileg efni, kannast við þennan vanda, og fer þó vel, ef látinn er ávalt ráða kristilegur hógværðar-andi. Hætt er við, að einhverjum finnist kenna nýrrar guðfræði i bók þessari. Varðar þaö minstu, hvort eitt eður annað má teljast nýtt ellegar gamalt. Á því einu leikur, hvort það er satt eöur ósatt. Nú er lí:ka svo komið, aö margt, sem fyrió skemstu var “nýtt”, er oröiö “gamalt” og það, sem gamalt var, nýtt. í guðfræði, sem öðru, er sannleikurinn 'hvorki nýr né gamall. Hann er frá eilífð til eilífðar,eins og fað- ir hans, Guð. Það er sjónarmið okkar skammsýnna manna, sem við getum nefnt ólíkum nöfnum og þrefað um. Því meir sem hjá okkur þroskast ástin til sannleikans, því minna verður úr hnippingum með okkur út af því, í hvaða stellinear viö eig- um að setja okkur, þegar við virðum fyrir okkur heilagan sann- leikann. Bók þessi ætti aö verða til þess, að prestar og aðrir þeir, sem láta sig guðfræði varða, fari að lesa upp fræði sin, og fái hvöt til að auka þekkingu sína. Kyrrstaöa er daúðamein hverjum fræðimanni. Vér endurtökum þakklæti vort til hins háttvirta höfundar, og samgleöjumst hinum unga háskóla íslands yfir þvi, að hafa

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.