Sameiningin - 01.05.1923, Qupperneq 18
144
orku til utgáfu vísindalegra rita. ÞaS er einlæg ósk vor, aS
íslenzk kirkja fái eignast sem flest góS rit um málin guSlegu og
eilífu, og um fram alt, aS öll sé þau samin í lotningarfullri trú
á Jesúm Krist og sann-lúterskum frelsisanda.
“ISLÆNDBRNB I AMERIKA.”
Dansk-íslenzka fræSafélagiS í Kaupmannahöfn. hefir gefiö
út rit um Vestiir-íslendinga, er samiS hefir prófessor Halldór
Hermannsson í Ithaca, N. Y. Er sá merki fræSimaSur löngu
orSinn þjóSkunnur af ritum sínum, sem öll bera vott um yfir-
burSa þekkingu og vísindalega vandvirkni.
Ritinu er skift í fimm kafla meS þessum yfirskriftum:
I. Útflutningur til Ameríku og íslenzkar nýbygSir. 2. Efna-
hagur, félagslíf og kirkjumál. 3. Málið, blöS og bókmentir.
4. Vilhjálmur Stefánsson. 5. ASstaSa viS ættlandiS og fram-
tíöarhorfur.
í fyrsta kafla er í stuttu en mjög greinilegu máli sagt frá
stofnun allra aöal-nýlendanna, bæSi í Canada og Bandarikjum.
Er þar landnáms-sagan sögS bæSi rétt og vel.
Höf. segir, aS samkvæmt skýrslum stjórnarinnar á íslandi
hafi á árunum 1873 til 1890 (^28 árj tólf þúsund manns flutt
til Vesturheims. ÁreiSanlegar skýrslur ná ekki lengra. Ná-
kvæmlega segir höf. aS ekki verSi sagt, hversu margir Islend-
ingar sé i Ameríku, bæSi þeirra, er fæddir sé á íslandi og í
Ameríku af íslenzkum foreldrum. Segir hann, aS oft sé gizkaS
á um 20—30 þúsundir, en sennilegast sé talan um 20 þús.
Líklegt teljum vér, aS höf. fari hér nærri réttu. Oft eru Vestur-
íslendingar taldir fleiri en þeir eru í raun og veru. í W|innipeg
er t. d. stundum sagt aS sé 3 þús., og.sumir segja 5 þús. íslend-
inga. Sannleikurinn mun vera, aS í Winnipeg sé búsettir nú
2000Í—2500 Islendingar.
í öSrum kafla ritsins er talsvert ítarlega skýrt frá kirkju-
legum félagsskap Vestur-íslendinga og trúmáladeilum og sundr-
ung. Er fariöi rétt meS þau mál og óvilhalt aS flestu leyti.
Þó kemur þaS fyrir aS misskilningur á sér staS. Höf. segir aS
íslenzkir guSfræSingar hafi ekki fengist til aS flytjast til Vest-
urheims og gerast prestar hér. Satt er þaS, aö' svo var lengi
framan af og meSan mest þurfti á þeim aS halda, en nú er
öSru máli aö gegna og hefir veriS til fleiri ára. Háttvirtur