Sameiningin - 01.05.1923, Síða 24
150
Gat Ágústínus komist um borS á skip, sem flutti hann til ítalíu,
án þess að móöir hans vissi. Harmþrungin sneri Monika aftur
til Tagaste, þar sem 'hún aö uppteknum hætti baröist fyrir lífi
og velferö sonar síns.
En Monika gerði meira en aS biöja fyrir velferö sonar síns.
Óvissan og biöin var henni óbærileg. Og þrátt fyrir þúsund
þrautir og erfiðleika, sem lágu á vegi hennar, hóf hún ferö sína
til Rómaborgar til fundar viö Ágústínus. Þegar þangaö kom,
biðu hennar ný vonbrigÖi, því Ágústínus var þá farinn úr Róma-
borg og kominn til Milan, sem er bær meir en 300 mílur í norö-
vestur þaöan. Milan var þá biskupssetur og var hinn nafnkunni
Ambrosius þar þá biskup. tlann tók Ágústínusi með opnum
örmum, og reyndist honum sannur hollvættur í ihvívetna.
Stuttu seinna náði Monika til Milan, og varð mikill fagnaðar-
fundur meö þeim mæðginum.
Ávextirnir af umhyggju og áminningu Moniku fóru nú að
koma í lós hjá Ágústínusi. Hann var búinn aö afla sér ágætrar
þekkingar í veraldlegum efnum, og 'skaraöi í því fram úr flest-
um samtíðarmönnum sínum, og oröstýr hans fór vaxandi meö
degi hverjum. En samt var hann ekki alls kostar ánægöur.
í hjarta hans kváðu við raddir, er gerðust æ hátalaðri og vildu
ekki láta þaggast á neinn hátt. Ekki bætti það heldur, að hann
sókti iðulega pródikanir Ambrosíusar biskups. Þessar radd-
ir voru þau frækorn, sem móðirin haföi sáð í hjarta barnsins,
og sem æ síðan hafði verið vökvað með bænum hennar og tárum.
Ágústínusi varö brátt ljóst af ræðum Abrosíusar, að vitnis-
burður hinna heiönu fræöa um kristna trú var algerlega ósannur,
0g margt það, sem henni var borið á brýn var eintómur hleypi-
dómur af óhreinum hvötum. Hann þorði ekki enn sem komiS
var, að reiða sig á kenningu kristinnnar trúar, en þaðan af síður
vogaði hann að treysta áreiðanleik hinna heiðnu fræða. Varð
honum þetta til sárasta vonleysis og hugarangurs. Honum fanst
hann standa á næfurþunnum ís, sem var að svigna og brotni
undir fótum honum. Lífs tilveran sýndist tómleg og tilgangs-
laus og án skipulags. Leitaði þessi hugsun svo fast á hann,
að það gekkj sturlun næst. í þennan mund kom Monika til
Milan. Varð Ágústínus fegnari en frá megi segja, að tala við
hana um raunir sínar. Reyndi Monika að hughreysta hann og
leiðbeina honum alt hvað hún kunni, og þótt henni virtist að for-
tölur sínar ekki hefði mikil áhrif að sinni, lét hún ekki hugfail-
ast, og treysti þvi, að Guð mundi opna hjarta sonar síns fyrir
Ijósi kristindómsins og fól honum það mál af öllu -hjarta.