Sameiningin - 01.05.1923, Page 27
153
viö bænum foreldranna, ef ekki þreytist höndin og hjartaö aö
lyfta sér til hans. Þaö bregst aldrei, aö sonur eöa dóttir “svo
margra tára” getur ekki farist. Má vera, aö tungan sé stirö,
höndin köld og holdiö þakiö mold, sem þreyttist ekki aö tala
um vankvæöi sín viö Guö. En óheyröar geta slikar bænir ekki
verið.
--------o---------
Sunnudagsskóla-lexíur.
19. LBXIA : Förin til Gadara-bygðar—'Lú'k. 8, 22-40.
'MINNIST.: Hann gckk wn kring, gjörð'i gott og græddi alla,
seni af djöflinum voru undirokaðir, því aS Guð var með honum.
— Post. 10, 38. i
Les.: Matt. 13, 24-52 fDæmisögurnar um illgresið, mustardkorn-
ið, súrdegið, fjársjóðinn, perluna, netiö. Eftir aö Jesús hafði um
tímakorn hafst viö á Galíleu-ströndinni, og kent mannfjöldanum,
fór hann meö lærisveinum sínum austur yfir vatnið sunnan vert, til
bygðarinnar, sem ýmist var kend við Gerar eöa Gadara.
í för þessari birtist Jesús eins og friöarhöföinginn fjes. 9, 6J;
eíns og sá, sem er máttugur aö frelsa fjes. 63,1J og megnar aö
lægja stormana, bæði í ríki náttúrunnar, og eins inni fyrir, í sálum
mannanna.
Jesús svaf i bátnum á leiðinni. Hann var dauðþreyttur, sem
ekki var mót von, eftir alt erfiöið meðal mannfjöldans i Galíleu.
Frelsarinn bar allar byrðar mannlífsins með okkur, þreyttist og
þjáöist fyrir okkar skuld.
(Þ.ó er það eitthvað annað en veikleiki, sem viö sjáum hér, þegar
viö í anda litum frelsarann sofandi á litlum', bát úti & vatninu, 5
stormi og lífsháska. Lærisveinarnir vakna; þeir horfa i dauðans
angist eftir hjálp. Frelsarinn sefur vært, í ósjónum og rokinu,
þvi að hann veit, að ekkert er að óttast. Lærum af honum að
vera rólegir og stiltir í öllum storimum lífsins og í sjálfum dauöan-
um. Scý sem lifir í Guöi, hvílir undir vernd almættisins á öllum
timum fSjá Sálm. 91; Róm. 8, 31-39.)
Svefninn á bátnum sýnir okkur manneðli Jesú. En þegar
hann vaknar, og lægir storminn, þá kemur guöseðliö, í ljós. Hann
lætur náttúruöflin hlýða sér, sýnir, aö hann er sá, sem öllu stjórn-
ar með orði máttar síns fsjá Heb. 1,3) og frelsar mennina frá
dauða. Plann daufheyrist aldrei við bænum okkar, þegar við hróp-
um til hans í neyðinni, jafnvel þótt neyðarópiö beri vott um ófull-
komleika trúarinnar.
Við lendinguna mætir honum hryggileg sjón — mann-aumingi
þjakaður af herliði myrkranna, áþreifanleg mynd spillingar og
syndar í algleymingi. Mannlegir kraftar ráða ekki við syndina;
hún ónj'tir ölli ráð; lætur sér af engu segjast, brýtur af sér alla