Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1914, Page 7

Sameiningin - 01.07.1914, Page 7
119 ba-fylkis. Hinn fyrirhugaði sjóðnr til minningar nm dr. Jón Bjarnason, sem svo myndarlega var byrjað á af þingmönnum sjálfnm, gefur mönnum örugga von um að skólinn komist á fastar laggir og honum sé í framtíðinni borgið. Séra Búnólfur Marteinssou, B.D., var endur- kosinn skólastjóri og séra Hjörtur J. Leó, M.A., annar kennari, fyrir komandi ár. Aðra kennara ræður for- stöðunefnd skólans eftir þörfum. í þeirri nefnd eru: séra N. Steingr. Þorláksson, séra Kristinn Iv. Ólafsson, Magnús Paulson, Þorsteinn Oddsson, Halldór S. Bardal, Jón J. Yopni, Árni Eggertsson. 6. Gamalmenna-heimili. Það mál hafði fyrst komið fyrir kirkjuþing 1905. Upptök þess eru hjá kvenfélagi Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Yerulega hafði kirkjufélagið ekki tekið málið að sér fyrr en á kirkjuþingi í fyrra. Hafði svo milliþinganefnd liaft málið með höndum síðasta ár. Kom hún nú með skýrslu yfir hag* og horfur málsins. Þingið ályktaði að stofnsetja þegar í haust heimili fyrir íslenzk gamalmenni, í smáum stíl þó til byrjunar og í leigðum húsakynnum, en jafnframt sé á komandi ári leit- ast fyrir um hentugan samastað fyrir hælið, helzt hjá smábæ einhverjum í íslenzkri bygð, þar sem unt verði að eignast nokkrar ekrur lands. Tvö tilboð rausnarleg um gefins land undir stofnun þessa liafa kirkjufélaginu borist, og var fyrir þau þakkað að maklegleikum. Fram- kvæmdarnefnd var kosin og rnálið henni falið. 1 þeirri nefnd eru: séra N. Steingr. Þorláksson, Jónas Jóhann- esson, Gunnlaugur Jóhannsson, Árni Eggertsson, Guðm. P. Þórðarson. 7. Sunnudags-skólamál. Sunnudagsskóla-starfinu var meiri gaumur gefinn á þessu þingi, en verið hefir til margra ára, og spunnust út af því miklar umræður um kristindómsfræðslu barna og ungmenna alment. Forseti hafði í ársskýrslu sinni bent á brýna þörf þess, að hvarvetna kæmust á safnaða- skólar — daglegur skóli nokkrar vikur á ári til kristin-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.