Sameiningin - 01.07.1914, Page 30
142
Jónasson, því að hold og blóð hefir ekki opinberað þér þetta, heldur
faöir minn á himnum. En eg segi þér: Þú ert Pétur, og á þessum
kletti mun eg byggja söfnuð minn, og hlið heljar skulu eigi verða
honum yfirsterkari” JMatt. 16, 17- 18J. Á játningu Péturs vill hann
byggja söfnuð sinn. Hvílíkur vitnisburður um gildi þeirrar játn-
ingar !
Aftur og aftur lofaði hann, að vera með lærisveinum sínum eftir
að hann væri skilinn frá þeim líkamlega: “Eg mun gefa yður tal-
anda og vizku, og allir mótstöðumenn yðar munu ekki megna að
standa á móti eða mótmæla” (%úk. 21, 15J. “Hvar sem tveir eða þrír
eru saman komnir i mínu nafni, þar er eg mitt á meðal þeirra”
JMatt. 18, 20J. Gilcli þessarra orða geta þeir bezt gert sér grein
fyrir, sem hafa persónulega reynslu fyrir því að fyrirheitið, sem í
þeim felst, ekki bregst.
Að skilningur lærisveinanna á nafninu, guðs sonur, þroskast, ber
játning Tómasar með sér, er hann frammi fyrir hinum upprisna Jesú
í lotningu og tilbeiðslu segir: “Drottinn minn og guð minn!” Og
Jesús lýsir velþóknun sinni yfir þeirri játningu þannig: “Af því að
þú hefir séð mig, hefir þú trúað; en sælir eru þeir, sem ekki sáu,og
trúðu þó.”
Hann var sakaður um, að gera sig guði jafnan fjóh. 5, 18J. Ber
það vott um hvaða merkingu jafnvel óvinir hans lögðu í vitnisburð
hans um sjálfan sig. Frammi fyrir ráðinu var hann spurður vand-
lega:: “Ert þú þá guðs sonurinn? Og hann sagði við þá: Þér
segið það, því að eg er það. En þeir sögðu: Hvað þurfum vér nú
framar vitnis við, því að sjálfir höfum vér heyrt það af munni hans”
(%úk. 22, 70. 71J. Og fyrir það var hann dæmdur til dauða.
Tvær aðferðir hafa verið notaðar til að draga úr þessum miklu
orðum frelsarans. Önnur er sú, að vefengja, að þetta séu orð hans;
hin, að tæma þau merkingu sinni. 'Þannig, og þannig einungis, geta
menn komist að þeirri niðurstöðu, að hann tali aldrei um sjálfan sig
sem guð, eða um guðdóm sinn. ...... .......
3. Kristur eöa Messías.—Kristur, eða Messías á hebresku (sem
hvorttveggja þýðir hinn smurði) var nafn Gyðinga á hinum eftir-
vænta konungi þeirra af ætt Davíðs, sem þeir vonuðu að ætti að hefja
þjóðina til hinnar fornu tignar. Jesús tileinkaði sér þetta nafn (ýfóh.
4, 26; Matt. 16, 17; Mark. 14, 61. 62J, en lagði auðvitað í það meira
innihald og göfugra en samtíð hans. Hann sýndi fram á, að um þá
fyllri merkingu vitnaði alt lögmálið og spámennirnir, þó augu Gyð-
inga væru haldin fyrir því. Gyðingar áttu von á járðneskum kon-
ungi, sem myndi endurreisa veldi þeirra. En Jesús sagði: “Mitt
ríki er ekki af þessum heimi. Krists-nafnið táknar því verk það, er
Jesús kom í heiminn til að leysa af hendi. Hann kom til að stofna
guðs ríki á jörðinni, að boða guðs ríki. Jóhannes hafði á undan
honum boðað, að guðs ríki væri nálægt. Og orðatiltækið var þekt
meðal fólksins og vakti eftirvæntingu. En eftir því sem hann skýrði