Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1916, Qupperneq 6

Sameiningin - 01.10.1916, Qupperneq 6
228 inna af hendi hin lítilmótlegustu og erfiðustu verk; en hitt var það heldur, að hinn alvörugefni, djúpsæi andi hans var orðinn bækistöð sárbeittra hugsana og nagandi efasemda; hann var á þeirri skoðun, að ,hann myndi bráðlega deyja, og að annað enn þá verra en dauðinn sjálfur biði sín. Vér lesum það með nýrri samhygð með veslings Lúter, að á þessu skeiði æfinnar var hann hugsjúkur út af yfirvofan ósegjanlegs böls; að hann ímyndaði sér, að hann væri dæmdur til eilífrar tortímingar. En sýndi sig ekki þarna yfirlætisleysi og einlægni mannsins? Hvað var hann, að hann skyldi hafinn til himna? Hann, sem engu hafði vanizt nema böli og þrælkun; um slíka sælu fyrir hann var ekki að tala. Hann gat ekki skilið það, að sál nokkurs manns gæti frelsast fyrir föstur, vökur, ytri reglur og sálnamessur. Hann varð skotspónn hins bitrasta böls, og vafraði eins og á barmi örvæntingarfulls heljar-dýkis. pað hlýtur því að hafa verið honum hin ununarfylsta uppgötvun, þegar hann í þann mund fann biblíu, skráða á latínu, á Erfurt-bókahlöðunni. Hann hafði aldrei séð bók þesa áður. Hún kendi honum lærdóma um annað en föstur og vökur. Annar munkur í klaustrinu, reyndur í guðlegum efunm, kom honum einnig til hjálpar. Lúter lærði nú, að enginn frelsaðist fyrir það að syngja sálnamessur, heldur fyrir yfirgnæfandi náð Guðs—kenning, sem honum reynd- ist trúlegri. Smátt og smátt varð hann nú rótgróinn sann- leika þessum, eins og kletti. Og ekki er að undra, að hann skyldi bera lotningu fyrir biblíunni, sem færði honum þessa blessuðu hjálp. Hann hafði hana í þeim hávegum, sem orð hins hæsta hlýtur að vera í hjá þeim, sem líkt er farið og honum. Hann ásetti sér að halda fast við orð þetta; og það efndi hann, alt lífið út og í dauða. petta var þá frelsun hans úr myrkrinu, loka-sigur hans yfir myrkraöflunum, eða það, sem vér köllum aftur- hvarf. pessi tímamót voru honum dýrmætust allra. Og eðlilegt er það, að nú skyldi honum daglega fara fram í innra friði og andans styrkleik; að um leið og hinar miklu gáfur og dygðir, er bjuggu í honum, tóku að þroskast, skyldi hann komast tii meira og meira vegs í klaustrinu, í landi sínu, og verða til meira og meira gagns í öllum heið- virðum sýslunum. Hann var hafður til sendiferða í Ágúst- ínusar-reglunni, og þegar á gáfuðum manni þurfti að halda, er trúað yrði til að inna vel af hendi verkið, sem fyrir lá. Friðrik hinn vitri, Saxlands-fursti, sem var sannarlega vit- ur og réttlátur höfðingi, fékk álit á honum sem nytsemdar- manni, gerði hann að prófessor við hinn nýja Vittenbergs- háskóla, er hann hafði stofnsett, og einnig að kennimanni í Vittenbergi. Og í báðum þessum stöðum kom Lúter svo

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.