Sameiningin - 01.10.1916, Síða 8
230
tal gert honum gott? Ferðinni hans um heiminn var heit-
ið til himins, áfangastaðar, er honum var alt í öllu, að ör-
fáum árum liðnum myndi hann hafa komizt þangað eða
mist þess staðar að eilífu! Vér skulum alveg, að eg held,
leiða hest okkar frá þeirri vandræða-tilgátu, að það hafi
verið auvirðilegur nábúa-kritur, milli Ágústínusar-munks-
ins og Dominíkusar-munksins, sem fyrst bálaði hugmóð
Lúters og hratt mótmælenda-stefnunni af stað. petta eitt
viljum vér segja við þá, sem slíku halda fram, ef annars
nú orðið nokkrir slíkir eru til: Reynið fyrst af öllu að
komast í það hugarástand, sem nauðsynlegt er til þess að
geta fært orð og athafnir Lúters og hans líka, öðru vísi en
til verra vegar; þá, en ekki fyr, munum vér ræða þetta við
yður.
Munkurinn Tetzel var sendur út af örkinni til kaup-
ferða, af Leó páfa hinum tíunda—sem þurfti að ná í pen-
inga með hægu móti, og annars virðist heiðingi verið
hafa fremur en kristinn maður, ef hann á annað borð var
nokkuð í nokkru—, og kom munkur þessi til Vittenbergs
og hóf þar óþokka-verzlun sína. Safnaðarmenn Lúters
keyptu syndalausnar-miða; og við skriftir í kirkjunni bar
fólk það blákalt fram, að það væri þegar búið að fá fyrir-
gefningu syndanna. Ef Lúter átti nú ekki að svíkjast
köllun sinni og reynast gunga og hugleysingi í þeim verka-
hring, er honum var trúað fyrir og engum öðrum, varð
hann nú að hefjast handa gegn syndalausnar-sölunni, og
lýsa yfir því í heyranda hljóði, að hún væri að eins auvirði-
leg uppgerðar-látalæti, að hún gæti ekki afleyst syndir
nokkurs manns. petta var byrjun siðbótarinnar. Oss öll-
um, er kunn saga hennar; frá því að athæfi Tetzel munks
var fyrst mótmælt í heyranda hljóði, hinn síðasta dag
Októbermánaöar 1517, og síðan gegnum deilur á deilur
ofan; vaxandi meir og meir, stígandi hærra og hærra, þang-
að til hún var orðin að því ógnar alheims-flóði, er ekkert
fékk viðnám veitt. Hin insta þrá Lúters var að fá bót
ráðna á þessu tjóni, sem öðrum; honum var enn þá fjarri
skapi að koma af stað sundrung í kirkjunni, eða að rísa
upp á móti páfanum, föður kristninnar. — Hinn snotri,
heiðni páfi skeytti nú ekki mikið um Lúter og kenningar
hans; en vildi samt að þaggað yrði niður í honum; og, að
þremur árum liðnum, eftir að ýms mýkri meðul höfðu
reynd verið, ásetti hann sér að reyna eldinn. Hann dæmdi
ritverk Lúters til að brennast í eldi af böðlinum, og Lúter
sjálfan til þess að verða bundinn viðjum og sendur til
Rómaborgar, — líklega til sömu afdrifa. pannig losuðu
þeir sig við Húss, við Jeróm, öldina áður. Býsna stuttorð
röksemdafærsla þetta með eldinum. Veslings Húss. Hann