Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1916, Page 9

Sameiningin - 01.10.1916, Page 9
231 kom fyrir ráðið í Konstanz, eftir að honum hafði verið heitið órjúfandi griðum; alvörugefinn maður var það og ekki uppreistargjarn; en þeir gerðu sér hægt um hönd og skutu honum í steinþró “þriggja feta breiða, sex feta háa og sjö feta langa”, og brendu hina sannleikshrópandi rödd hans út úr þessum heimi; kæfðu hana í eldi og reyk. Ekki var það vel gert. Eg fyrir mit leyti fyrirgef Lúter algerlega, þó að hann n ú segði skilio við páfann. Hinn snotri páfi, með þessum elds-úrskurði sínum, hafði reitt til göfugrar og réttlátrar reiði hið hugprúðasta hjarta, er þá var uppi í heiminum. Hið hugprúðasta hjarta, um leið og það var hið hæversk- asta og friðsamasta, þoldi ekki mátið lengur. pó að það, sem eg hefi sagt, sé sannleikurinn einber, settur fram með allri stillingu, með þeim eina ásetningi að efla sannindi Guðs á jörðinni og frelsa sálir manna, svo framarlega sem mannlegir kraftar leyfa, svarar þú, jarl Guðs á jörðinni, orðum mínum með böðli og eldi? Er þér alvara, að ætla að brenna mig og orð mín fyrir þau guðlegu boð, er þau áttu að færa þér? p ú ert ekki jarl Guðs; þú ert jarl ein- hvers annars, held eg. Eg tek bannfæringarskjal þitt, uppmálun lyginnar eins og það er, og brenni þ a ð. pú gerir næst hvað þér þóknast; þetta geri eg. — pað var hinn tí- unda dag Desembermánaðar, 1520, þremur árum eftir að snerran byrjaði, að Lúter, að ásjáandi “miklum söfnuði manna”, tók þetta fangaráð réttlátrar reiði, að brenna brennudóms-skjal páfa við “Elster-hliðið” í Vittenbergi. fbúar Vittenbergs horfðu á og “æptu gleðióp”; öll veröldin horfði á. Betra hefði verið fyrir páfa að gefa ekki tilefni til “óps” þessa. pað óp sýndi, að þjóðirnar voru að vakna. Hinu kyrláta þýzka eðli, hógværu og seinu til reiði-óps, var nú loksins boðið meira en það gat þolað. Tómar “serimon- íur”, heiðinn páfadómur, lýgi og skrípaleikir, alt þetta var búið að ráða lögum og lofum of lengi; og nú kom fram á sjónarsviðið maður, sem hafði þor til að auglýsa öllum lýð, að veröld Guðs væri grundvölluð á sannleika, en ekki á svikavef; að lífið væri sannleikur en ekki lýgi. Eins og áður er á vikið, verðum vér að skoða Lúter í ínsta eðli sínu spámannlegan skurðgoða-brjót; mann, sem leiddi menn aftur að sannleikanum. petta er ætlunarverk mikilla manna og kennara. Mahómet sagði: “pessi skurðgoð ykkar eru tré, þér smyrjið þau vaxi og hellið yfir þau olíu; flugurnar festa sig á þeim; þau eru ekki guðir, segi eg yður, þau eru úr svörtum við.” Lúter sagði við páfann: “pessi hlutur, sem þú kveður vera, syndafyrir- gefning, er blaödrusla ötuð bleki. petta e r ekki annað; þetta, og þesskyns alt, er ekkert annað. Guð einn getur

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.