Sameiningin - 01.10.1916, Qupperneq 10
232
fyrirgefið syndirnar. Er páfadómurinn og hin andlegu
yfirráð kirkjunnar þá að eins fánýtur svikavefur úr klæði
og pergamenti? Nei, þetta hvílir á ægilegum sannleikans
grundvelli. Kirkja Guðs er ekkert svika-málverk; himinn
og helvíti eru ekki svika-málverk. Við þetta stend eg blý-
fastur, fyrst þú neyðir mig til þess. Og um leið og eg held
mér við þetta, þá er eg, auvirðilegur þýzkur munkur þó eg
sé, sterkari en þér allir. Eg stend einmana og vinalaus, en
á bjargföstum sannleika Guðs; þér, með yðar þrílyftu
hatta, úttrroðnar pyngjur og búr öll fleytifull, standið á
lygi djöfulsins, og eruð samt ekki eins sterkir!—”
pingið í Worms og framkoma Lúters á því hinn 17.
Aprílmánaðar 1521, má skoðast sem aðal-viðburðurinn í
hinni nýrri sögu Evrópu; jafnvel sem viðburðurinn, er öll
síðari tíma siömenningarsaga hefir upptök sín í. Eftir
endalaust þref og þjark, var þá komið svona. Hinn ungi
keisari, Karl fimti, með öllum höfðingjum pýzkalands, er-
indrekar páfa, yfirvöld, andleg og veraldleg, var alt þarna
saman komið. Lúter átti nú að koma fram og svara fyrir
sig, hvort hann vildi afturkalla orð sín eða ekki. Öll ver-
aldarinnar glæsivöld sitja öðrum megin. Hinu megin stend-
ur aleinn sonur hins fátæka námumanns, Hans Lúters, til
þess að bera vitni sannleika Guðs. Vinir hans höfðu mint
hann á dauða Húss, og ráðlagt honum að fara hvergi; en
hann fór ekki að ráðum þeirra. Fjölmargir vinir hans riðu
út á móti honum og vöruðu hann við með enn þá sterkari
orðum; hann svaraði: “pó það væru í Worms eins margir
djöflar og þaksteinar eru á húsum, myndi eg samt fara.”
Um morguninn, er hann fór til þinghússins, þyrptust menn
út í glugga og upp á húsþök. Sumir af þessum kölluðu til
hans, og báðu hann í hátíðlegum rómi að afturkalla ekkert.
“Hver sem afneitar mér fyrir mönnum”, kölluðu þeir til
hans eins og til að stappa í hann guðlegu vilja-stálinu.
Var ekki 'þetta líka bænarskrá vor, og bænarskrá alls
heimsins, sem lá fjötraður á sál og anda, undir blýþungu
fargi helblárrar martraðar og þrí-hattaðs skrýmslis, sem
nefndi sig föður kristninnar og þar fram eftir götunum:
“Frelsaðu oss; það liggur í valdi þínu; yfirgef oss ekki!”
Lúter yfirgaf oss ekki. Ræða hans, sem stóð yfir í tvo
tíma, var markverð fyrir það, hvað hún var kurteisleg,
vitsmunaleg og blátt áfram; með undirgefnisanda til alls
þess, sem átti heimtingu á undirgeíni, en ekki heldur til
neins annars. Ritverk sín sagði hann að væru sumpart sín
eigin handaverk, og sumpart dregin saman úr guðsorði.
pað í þeim, sem væri sitt eigið, kvað hann undirorpið mann-
legum ófullkomleika; ónærgætin reiðiyrði, misskilning og
margt annað kvaðst hann manna íúsastur að kalla til baka.