Sameiningin - 01.07.1917, Page 6
134
gjöra. rná og gjöra á í dag. Viturlega komust fornmenn
að orði, er þeir sögðu, að taka skyldi í ennistopp tímans.
Að ‘‘drepa tímann” er sjálfsmorð, og að eyða honum er
fávizka.
Enn á ný hvarf eg að Bók endurminninganna og leit
á það blaðið, sem merkt var “1 dag”. Blaðið var enn þá
autt að kalla, því ekki var þar annað letrað en þetta eina
orð með stórum gullnum stöfum: Tœkifœri.
Það korn í ljós, að tvennu má áorka ef líðandi dagnr
er réttilega notaður. Annars vegar má afmá syndir
og yfirsjónir l'iðins tíma, svo þær tilreiknist oss ekki
framar; og hins vegar má vátryggja framtíðina, ef vissra
skilyrða er gætt. Þessi skilyrði eru þrjú.
Fyrst er iðrun. Iðrunin er til þess að hreinsa burt
misgjörðir dagsins í gær. En iðrun er meira en það eitt,
að hrópa: “Þetta fór illa, lierra minn, þetta fór illa”.
Og iðrun á jafn lítið skilt við örvænting eins og tár
Péturs eru lítið skild snærinu, sem Júdas hengdi sig með.
Sanniðrandi maður lætur iðrunina verða til þess, að hann
afleggur syndina, eins og þegar sonurinn, þreyttur í
framandi landi og sér meðvitandi um tötra sína og hung-
ur sitt, sagði í alvöru: “Eg vil taka mig upp og fara”.
Annað skilyrðið er trú. Trúin er undirbúningur
undir morgundaginn. Sú trú, sem átt er við, er traust
til Krists. Mitt í myrkri iðrunarinnar birtist krossinn
sem vonar-stjarna. 1 einu bréfi sínu segir Lúter frá
draumi, er liann dreymdi. Ilonum þótti Satan koma til
sín með Bók endurminninganna og sýna sér langa skrá
yfir syndir ha.ns. “Hvaða von getur sá maður gjört
sér”, segir Satan, “sem á svo ljóta syndasögu?” Lúter
svaraði: “Líttu á blóðblettinn! Blóðug hönd frelsara
míns hefir strokið um syndir þessar og þær eru afmáðar;
þær verða mér aldrei tilreiknaðar framar!”
Sæla fullvissa! Glataði sonurinn er nú á heimleið
úr fjarlæga landinu og er að taka saman orðin, sem hann
ætlar að mæl'a: “Faðir, eg hefi syndgað í himininn og
fyrir þér, og er ekki verður þess að kallast sonur þinn,
far þú með mig eins og einn af daglaunamönnum þín-
um”. Ekki þurfti að segja lionum, að faðirinn elskaði
hann, en hann hafði ekki gjört- sér í hugarlund, liversu
rnikil elska föðurins var. Þennan ræðustúf bar hann
aldrei fram. “Eg er ekki verður þess að kallast sonur