Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1917, Side 7

Sameiningin - 01.07.1917, Side 7
135 þinn —” Lengra komst hann ekki. Þá tók faðirinn fram í fyrir konum og lokaði vörum lians með kossi. Hann daglaunamaður! Nei. Sonur minn, sem danður var er lifnaður aftur, og hann, sem týndur var, er fund- inn”. Þetta er boðskapur Guðs til Lítiltrúaðs; boðskap- ur hans frá Golgata til allra þeirra, er koma nötrandi til lians. “Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefir svnt oss, að vér”—þrátt fyrir syndir vorar í fjarlæga landinu—- “skulum Guðs börn kallast”. Þriðja skilyrðið er skírnin. Sá sem trúir og vcrður skírður mun hólpinn verða”, segir Jesús. Skírðir í vatni? Já. Hvort vatnið er mikið eða lítið varðar ekki, sé það einungis útvortis merki um innvortis náð. Að vera skírður með anda Jesú Krists er aðal-atriðið, þ. e. með eldi, og afii, og’ lieigun, og endurnýjungn lífsins. Skírnin sem sakramenti er upphafs-athöfn náðarlífsins í kirkju Kirists. Hún tryggir manni sæti við kvöldmál- tíðar-borð Drottins, svo hinn syndugi maður fái, eins og glataði sonurinn heimkomni, klæddur fegurstri skikkju og með innsiglis-hringinn á liönd sinni, notið veizlunnar. Þetta eru skilyrðin þrjú, sem tryggja oss sáluhjálp- lega náð. Þetta eru hin þrjú dýrlegu tækifæri hins líð- anda dags. Dagurinn í gær er farinn; morgundagurinn kemur ef til vill aldrei; dagurinn í dag er með oss. Til hans erum vér komnir líkt og Jakob kom til Betel, flótta- maður frá foirtíðinni. Yinalaus og, að því er liann ímynd- aði sér, yfirgefinn af Guði, lagðist hann út af með stein undir höfði og drejundi draum. Sæll er sá maður, sem dreymir drauma og sér sýnir í einveru nætur! Sjá, stigi reis þar frá jörðu og náði alt til himins; eftir stiganum flytja englar veikar bænir hans til hæðanna og koma að ofan með blessun Guðs til hans. Guð hefir ekki yfirgefið hann þrátt fyrfr alt. Stigi þessi er dagurinn í dag, og liverjum manni gefst kostur á að ganga hann upp. Aftur heyrði eg röddu engilsins, sem bókar athafnir mannanna, segjandi: “Eg er einnig Engill Upprisunn- ar. Það var eg, sem vel'ti burt steininum af gröfinni í grasgarði Jósefs, svo grátnar konur gætu séð Krist lif- andi og grétu ekki framatr. Trúið á hann, sem í ljós leiddi lífið og’ ódauðleikann”. Er hér staddur einhver sá, sem ekki trúir á hann?

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.