Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1917, Síða 10

Sameiningin - 01.07.1917, Síða 10
138 kenningu, en ekki fyr. Guðdómur Krists, friðþægingin o. fl. verða manni þá fyrst dýrmæt og heilög sannindi. pessi kenning er meginmál ritningarinnar, sérstaklega Nýja Testamentisins. Hún gnæfir eins og hátt fjall yfir alt annað, sem hin helga bók hefir að geyma. “Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf sinn eingetinn son til þess að hver, sem á hann trúir, ekki glatist, heldur hafi eilíft líf” f þessum orðum er aðalkjami kristindómsins falinn. í öllu Nýja Testamentinu er gengið út frá þessari kenn- ingu, og í bréfum Páls er hún skýrð og rökstudd til hlítar. Greinarnar, sem kenningin byggist á, eru svo margar að eg held að það sé ónauðsynlegt í þessu erindi að benda á þær. Sá hefir ekki lesið biblíuna mikið, sem ekki hefir sannfærzt um, að þessi kenning er þar stórt atriði. pegar vér athugum, hvað mikið rúm ritningin gefur þess- ari kenningu og hvað óumræðilega dýrmæt hún er fyrir trúað hjarta, þá getum vér ekki annað en furðað oss á því, hvað mikið hún hefir verið vanrækt og misskilin, jafnvel hjá leiðtogum kirkjunnar. f gegnum allar aldirnar, sem liðu frá Páli til Lúters, virðast fáir hafa skilið hana rétt eða til hlítar. Fáir sýnast hafa metið að verðugu hin guð- dómlegu sannindi, sem í henni eru fólgin, og þá andlegu gleði, sem henni er samfara. Ágústínus, einhver ágætasti maður fornkirkjunnar, fór jafnvel vilt í hugsun sinni í þessu atriði og bygði sáluhjálpina meðfram á verðleika og til- verknaði mannisns. Kaþólska kirkjan grundvallar kenningu sína um réttlætinguna að miklu leyti á ritum Ágústínusar. Kirkjufeðurnir á fyrstu öldunum gáfu sig mestmegnis við trúvörn. peir vörðu guðdóm Jesú Krists, upprisu hans og himnaför, og endurlausnina að einhverju leyti, á móti heiðninni; sérstaklega á móti grískri heimspeki. En ein- hvernveginn virðast þeir hafa haft mjög óljósar skoðanir á sáluhjálparveginum sjálfum fyrir einstaklinginn. Áftur á hinn bóginn áttu kristnir Gyðingar mjög erfitt með að losa sig við gamla lögmálið og þann skilning, sem þjóðin alment lagði í það, og álitu kristindóminn að eins nýtt og betra lögmál. Á miðöldunum komst verkaréttlætis kenningin í kaþólsku kirkjunni á svo hátt stig, eða öllu heldur fór út í svo miklar öfgar, að fólki var alment kent að ýmsir menn hefðu gjört betur en að halda alt lögmálið, og gætu þess- vegna miðlað öðrum af góðverkum sínum. svo að allir gætu orðið réttlátir.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.