Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1917, Page 11

Sameiningin - 01.07.1917, Page 11
139 Síðbótin náði tökum á þessari kenningu og skildi hana fullkomlega og hún var kraftur kirkjunnar hjá Mótmælend- um í langa tíð, en rómverska kirkjan hélt fast við verkarétt- lætið og hefir sama sem ekkert vikið frá þeirri kenningu síðan. Á vorri tíð munu þeir vera tiltölulega fáir, bæði meðal lærðra og leikra, sem hafa réttan skilning á þessari kenn- ingu. Að vísu geymist hún óbreytt og ómenguð í játning- arritum flestra stórdeilda mótmælandi kirkjunnar, og mestu og beztu menn hennar síðan Lúter var uppi hafa prédikað hana með miklum árangri. En þeir eru nú orðnir svo undur fáir, sem ekki hafa að meira eða minna leyti látið undan vantrúarhreyfingum nútímans og sýkst af anda þeirra. Allar vantrúarstefnurnar, svo sem únítara-trú og Nýja guðfræðin, hafa auðvitað varpað þessari keninngu fyrir borð með fyrirlitningu- Yfirleitt hafa menn nú á tímum aðra skoðun á Guði en Hallgrímur Pétursson, Jonathan Edwards eða Charles H. Spurgeon höfðu. Menn álíta hann nú vanalega ekkert nema meinlausa, geðgóða og kærulausa veru, sem hálfpartinn deplar augunum við syndinni eðá sem ekki þykir mikið fyrir því, þó að menn brjóti lög sín. Eftir þeirri skoðun er hann reiðubúinn að taka hvern sem er inn í ríki sitt og veita honum eilífa sælu, alveg skilyrðislaust, ef hann er ekki algjörlega vondur, og jafnvel þó hann væri það. Aðrir álíta að engin synd sé til. Samkvæmt þeirri skoðun er maðurinn að eins á þroskaskeiði og er ekki enn þá búinn að ná takmarkinu. Aðrir fara svo langt að álíta að Guð sjálfur sé að þrosk- ast og sé þessvegna líka “í syndinni”. Við jarðarfarir er þessi hugsun oftast ríkjandi: “Hann breytti vel. Hann gjörði mörgum gott. Hann er þessvegna alveg sjálfsagt hjá Guði”. Af hverju stafar þessi hörmulegi hugsunarháttur ? Af víðtæku trúleysi. Og af hégómagirni. Hégómagirnin og hrokinn stríða á móti þessari kenningu- pað er mjög al- gengur mannlegur veikleiki, að vilja gjöra meira úr sér heldur en maður er í raun og veru. En samfara þessari til- finningu er ástríða sú, að vilja lítilsvirða aðra og jafnvei skerða dýrð Guðs og hátign hans. En réttlæting af trúnni stingur hrokann og hégómagirnina í hjartastað. Með henni fá þessi öfl banasár. Kristindómurinn lítilsvirðir ekki neinn hæfileika mannsins, en hann virðir manninn að eins eftir verðleikunum, og það þola hinir hégómagjörnu ekki.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.