Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1917, Side 12

Sameiningin - 01.07.1917, Side 12
140 pað verður skýrt seinna, að samkvæmt Guðs orði er rétt- lætingin eingöngu verk Guðs og maðurinn er þiggjandi og ekkert annað. pessi hugsun á ekki vel við syndumspilt og hégómagjarnt mannlegt hold. Bænarleysið hefir orðið svo alment nú á dögum, að allskonar villur hafa fengið að þroskast í huga og hjarta mannanna og þörfin á þessari grundvallarkenningu hefir smátt og smátt dáið út í sálarlífi þeirra. Fyrst ræðum vér þörfina á'þessari kenningu. Hún á rót sína að rekja meðfram til þarfarinnar á eilífu samfélagi við Guð. Maðurinn er þannig skapaður, að hann er vansæli og órólegur án Guðs. í djúpi hjarta hans er þrá eftir Guði. Sérstaklega verður þessi þörf tilfinnanleg á raunatímum. pá er styrkur frá Guði alveg lífsspursmál. Menn hafa líka reynt það, að þeir fá enga sanna huggun í sorginni, enga örugga hjálp í freistingunum og engan verulegan styrk í baráttu lífsins nema frá Guði. Auðvitað er þessi þrá mis- jafnlega sterk, en hjá öllum þjóðum og stéttum hafa menn leitað að Guði og þráð mest af öllu að fela sig honum. Hin sanna lífsgleði er undir því komin, að þekkja Guð og inn- lifast honum- Og þó vér gætum hugsað oss farsælt líf án hans, frá veraldlegu sjónarmiði í þessari tilveru, sem þó er í raun og veru óhugsanlegt, þá er eilífðin! Að fara guð- laus inn í hana mun vera voðaleg hugsun fyrir flesta. Samfara þessari þrá eftir Guði hefir ætíð verið djúp og sár meðvitund um syndina og aðskilnað þann frá Guði, sem hún veldur. Heiðingja-heimurinn hefir stunið undir þessari meðvitund í gegnum aldirnar. Heiðingjamir hafa fundið betur en margur kirkjumaðurinn á þessari öld, að Guð er heilagur og réttlátur og heimtar að lögum sínum sé hlýtt. peir finna að Guð hlýtur að hegna fyrir syndina. Og sam- kvæmt eðli sínu orsakar hún útskúfun frá Guði, bæði nú og í eilífðinni. pessar tilfinningar heiðna mannsins hafa komið fram í margvíslegum fórnum. Með þeim hafa þeir ætlað sér að sefa reiði Guðs og blíðka skap hans. Faríseamir á tíð frelsarans tóku aðra stefnu. peir ætluðu sér að halda alt lögmálið, og verða þannig réttlátir fyrir Guði. Ályktan þeirra, að þetta væri mögulegt, var auðvitað sprottin af syndsamlegu sjálfsáliti og oftrausti á eigin kröftum sínum og dygðum. Vafalaust hafa betri mennirnir þeirra á meðal kvalist af efa um það, að Guð

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.