Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 6
294
!>inn og snúa baki við honum, þegar hann breiðir faðminn
á móti þér í heilagri jóladýrðinni? Viltu lirinda frá þér
þessari iðrun, þessum þorsta eftir hreinleik og sakleysi,
þessu hungri eftir náð og miskunn, sem nú ríkir í hjarta
þínu? Krossfestu ekki frelsarann aftur með nýju frá-
falli; seldu ekki sætleik Drottins fvrir þær beiskju
dreggjar, sem enn eru eftir í bikar lastanna.
Þannig getur hver maður í jóladýrðinni fundið
áminning þá og alvöru, sem honum er mest þörf á, og
hvöt til betri fylgdar við frelsarann. Guð gefi, að vér
látum ekki þá blíðu föðurrödd eins og vind um eyrun
þjóta á þessum jólum.
G. G.
Jólasaga.
Eítir J. Magnús Bjamason.
pað var á aðfangadagskvöld jóla austur í Musquodoboit-
héraðinu í Nýja-Skotlandi. Eg var þá á tólfta árinu.---
premur dögum fyrir jólin hafði eg farið með föður mínum
til kauptúns þess, er Higgins-Comer nefndist, sem var
fullkomin dagleið fyrir fótgangandi mann frá íslenzku ný-
lendunni á Elgsheiðum. Fór faðir minn þangað til þess að
fá eitthvað til jólanna. Var þó fyrir lítið að kaupa, enda
lítið keypt: aðeins tuttugu eða þrjátíu pund af hveitimjöli
(flour), ofurlítið af te og sírópi og eitthvað annað smávegis,
sem brýn nauðsyn var að fá. En um jólakort, eða jólakerti,
eða jólagjöf af neinni tegund var ekki að ræða. Eg átti
sjálfur sjö kopar-cent, og fyrir þau keypti eg fáeina mola
af brjóstsykri og fáeinar rúsínur, sem eg ætlaði að gefa
systur minni, er var á fimta árinu. Fór eg víst þessa kaup-
fotaðarferð aðallega til þess að kaupa þetta.
Eg og faðir minn lögðum af stað frá Higgins-Comer í
býtið á aðfángadagsmorguninn, og ætluðum endilega að ná
heim um nóttina, og fórum við skemstu leið. Fór eg að
vprða lúinh að ganga, undir eins eftir hádegið, þó eg reyndi
stöðugt til að stíga í fótspor föður míns.-pegar komið
var dagsetur vorum við ekki kominr lengra en að Elgsheið-
um, og voru þá Víst um ellefu eða tólf mílur heim til okkar.
Var eg nú oíðinn ákaflega þreyttur og svangur, því að við
höfðum ekkert borðað frá því í dögun um morguninn.
. Faðir minn bauð mér nú að taka mig á bak og bera mig