Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 29
317 Morguninn eftir gekk Dóra út til þess aö leita uppi blaðsölu- clrenginn, og ;hún fann hann hjá járnbrautarstööinni; hann var þar aö berja sér til þess aö halda á sér hita. “Eg kom til 'þess aS segja.þér frá því, hverju rósin þín kom til leiöar, Tommi”, sagSi hún, um leiS og hann rétti aö henni morgun- blaðiS. “ÞaS var nærri því komiö í gærmorgun, að öll jólagleöin ætlaði að fara út um þúfur fyrir mér. En þá komst þú meö rósina og hún varð til þess, aö ekki að eins átti eg skemilegri jóladag, en eg hefi lengi átt, heldur liika sex aðrar manneskjur, sem befðu liklega annars haft lítið af skemtunum að segja á þessum jólum”. “Sex manneskjur!” sagði Tommi og horfði á hana stórum spurn- araugum. “Það er ómögulegt að rósin hafi getað komið því til leiðar. Það hlýtur að hafa komið til af einhverju góðv'erki, sem þú gjörðir í minningu jólanna”. “Eg fullvÍBsa iþig um það”, svaraði hún; “að það var alt rósinni þinni að þakka”. “Já, nú er eg alveg hissa”, sagði Tommi og hoppaði hátt af kæti. “Aldrei hefði mér getað dottið annað eins í hug!” Sunnudagsskóla-lexíur. Sunnudagsskólakverið, sem í nokkur undanfarin ár, hefir verið hjálparrit efri bekkjanna í sunnudagsskólum kirkjufélangsins, kemur ekki út á næsta ári. 1 staðinn koma ofur-stuttar lexíuskýringar, sem verða birtar í “Sameiningunni”. Þær eru ætlaðar kennurum aðal- lega. Eylgt verður sama lexíuvalí og áður (The International Sun- day Scliool Lessons). Réttur helmingur þessa árgangs er úr Markúsar guðspjalli, og fæst þar yfirlit yfir hielztu atburði úr æfisögu frelsarans, þau sem sagt er frá i því guðspjalli. Þiað er þv’í nauðsynlegt að kynna sér efni og enbenni þeirrar bókar--—í einhverju hjálparriti sunnudags- skólanna innlendu — áður en byrjað er á lexíum næsta árs.1) I. LEXÍA, 6. JANÚAR: Jóhannes greiðir Jesú veg. -— Mark. 1 1,—11. MINNISTEXTI: Sjá guðslambið, scm bcr synd hcimsins! — Jóh. 1, 29. UMRÆjÐUEFNI: Boðberar konungsins. Ees ti! hliðsjónar Eúk 9, 1—6. 10. 11; 10,1—12. 17—20; Post. 9, 10—16. Boðskapurinn. Pagnaðarerindiö um Jesúm Krist, Guðs son fsbr. Jóh. 3, 16.J. Guð hefir valið menn til að flytja hann. Flutningurinn, mannlega talað, 1) Russel Eang & Co/, Sommerset Building, Winnipeg, selja mikið af sunnudagsskólaritum. Upplýsingar um Markúsar guðspjall má finna í þessum hjálparritum: TarbeH’s Teachers’ Guide, Pelon- bets’ Select Notes, Practical Commentary on the S. S .Lessons, éða í tímaritum, svo' sem Sunday School Lines eða Augsburg Teacher.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.