Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 14
302 séu bætt og oss sé fyrirgefið? purfum vér ekki að gjalda alls hins illa, sem vér höfum gert? A: Samkvæmt lögmálinu, en ekki samkvæmt náðinni.. Par kemur fram réttlætingin af trúnni, sem er fagnaðar- erindið: boðskapur kærleikans og fyrirgefningar fyrir synduga menn. B. Ef maðurinn réttlætist af því aðeins: að trúa, þá er sama hvemig hann breytir, hversu mikil illvirki sem hann fremur; og ihvað verður þá um réttlætið ? A. petta er misskilningur. pú gætir ekki að því, að trú og siðferði fylgjast að, og að trúin er grundvöllur sið- ferðisins. Siðferðið sten'dur í sama hlutfalli við trúna eins og framkvæmdin við viljann. Siðferðið leiðir af trúnni og verður samkvæmt henni, eins og framkvæmdin leiðir af viljanum og er samkvæm honum, eins langt og kraftar vorir leyfa. — Vér getum ekki starfað með alhuga að neinu, nema vér höfum trú á því. Ef vér trúum ekki að Jesús Kristur sé Guðs son, þá getum vér ekki trúað, að orð hans séu óskeikul og áreiðanleg. Og ef vér trúum ekki, að kenning Jesú um kærleikann, um fyrirgefninguna og friðþæginguna, séu ó- yggjandi sannleikur, þá er alt í lausu lofti í huga vorum um sannleika lífsins og stefnu vora. pá höfum vér enga óyggj- andi reglu til að fylgja í breytni vorri. Ef vér höfum ekkí trúna, þá eru verk vor “dauð”, því að þau eru ekki grund- völluð á sannleika Guðs. Sönn kærleiksverk hafa að vísu ávalt gildi í sjálfum sér, en slík sönn góðverk eru líka ætíð sprottin af trú. Jafnvel þótt sá, sem gerir góðverk, sé sér þess ekki fyllilega meðvitandi, þá hefir hann í sér einhvern neista af hinni einu sáluhjálplegu trú. Sannkristinn maður, sem trúir friðþægingu Jesú Krists og skilur hana og til- einkar sér hana, getur ekki annað en auðsýnt kærleika og fórnfýsi sjálfur. Sannfæringin um sannleika lífsins knýr hann til þess. Hann verður gagntekinn af anda frelsarans. En sá sem ekki trúir á Jesúm og friðþæginguna, getur ekki skilið nauðsynina eða fengið hvötina til þess að auðsýna kærleika, og þá lætur hann boðorð kærleikans sem vind um eyrun þjóta. B: Hvernig stendur þá á því, að þeir, sem segjast trúa og eru guðhræddir, breyta oft ekkert betur en hinir, sem engu segjast trúa? A: Trúmenn, eins og vantrúarmenn, hafa mismunandi gáfur, mismunandi lyndiseinkunnir og mismunandi sterkan viljakraft. pað skilja ekki allir sannleika trúarinnar jafn vel, og vegna mismunandi lyndiseinkunna hefir trúin mis-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.