Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 18
306 geta notið fegnrðar náttúrunnar. Liðu svo tímar þar til hann var orðinn nítján ára að aldri. Kom þá fyrir atvik nokkurt, sem hafði mikil áhrif á alt líf hans. Hann varð ástfanginn af stúlku af göfugum ættum og voru foreldrar hennar útlagar frá Florence. (ítalía var þá alt ein smáríki, hvert um sig óháð). Var faðir stúlkunnar ófáanlegur til að gefa samþykki sitt til ráða- hagsins. Virðist sem neitunin hafi staðið af ættardrambi einungis og var honum sagt með miklum þjósti, að ekki gæti komið til nokkurra mála að nokkuð af Savonaróla-ætt fengi að giftast inn í Stross-ættina, en það var ættamafn þessa rembiláta manns. Er sagt að þessi vonbrigði hafi haft svo mikil áhrif á Savonaróla, að hann hafi varla verið mönnum sinnandi í langa tíð. Fékk hann nú enn meiri óbeit á glaumi og léttúð heimsins en áður. Fór honum þá að koma til hugar, að gefa sig allan við málefnum Drottins. En að gera það ein- ungis vegna þess að hann hafði skömm á hinu almenna létt- úðarfulla lífi og að hann sjálfur hafði orðið fyrir vissum vonbrigðum, það fanst honum ekki hafa getað komið til mála. Einhverjar betri ástæður varð hann að hafa til að helga jafn göfugu málefni alt líf sitt og krafta. Hann vissi af sjálfum sér efagjörnum, og fanst sem hann að öllu leyti væri óhæfur að gerast þjónn Drottins. Er mælt að bæn hans um þessar mundir hafi stöðugt verið: “Drottinn, sýn sál minni þann veg, sem eg á að ganga”. Gekk svo um hríð, að ráð hans var alt á reiki. par kom þó, að hann fékk ráðið hvað gera skyldi. Savonaróla var við messu í bænum Faenze árið 1474. Undir prédikun var sem nýtt ljós rinni upp fyrir sálarsjón hans. Fékk hann nú sterka vissu um köllun til starfs í víngarði Guðs og ákvað þar og þá, að gefa sig allan við því málefni. Frá Faenza til Bologna er um 30 mílur enskar. Var þar klaustur heyrandi til Dominica-reglunni. pangað fór nú Savonaróla, fékk inngöngu í klaustrið og lét síðan föður sinn vita hvar komið var. Tók nú Savonaróla að lesa hin helztu rit guðfræðing- anna af miklu kappi. Fanst honum mest til um rit skóla- manna Ágústínusreglunnar. Við lestur þeirra rita og lestur heilagrar ritningar, eignaðist hann algerlega fulla vissu um, að vegur sáluhjálparinnar væri einungis í Jesú Kristi, og ekki á neinn annan hátt. Gerðist hann nú mjög einbeittur og sterkur trúmaður, en jafnframt frábærlega auðmjúkur. Sóttist eftir að gera þau störf, sem lægst þóttu. Skyldi

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.