Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 22
310 svo frá því sagt í heilagri ritningu (búk. 2, 8.—9.): “Og í þessari bygS voru fjárhiröar úti í haga og gættu um nóttina hjarÖar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrS Drottins ljómaöi í kring um þá”. Hvers vegna voru þaö ekki konungar, furstar, jarlar og önnur þess háttar stórnTenni, sem Drottinn lét engla sína heimsækja. og dýrö sína ljóma í kring um, þegar konungur himins og jaröar fæddist? Eg veit þaö ekki; en akur hjartans viröist oft hjá fátækum og fyrirlitnum almúgamianni vera öðruvísi plægöur og undirbúinn undir sáning Guös heilögu oröa, heldur en hjá stórmennunum, sem svo eru kölluð. Þegar eg var að v'axa upp heima á íslandi, voru íiárhirðar í daglegu tali kallaöir smalar, og eg man vel eftir því, að hálfmentað og montið fólk leit oft töluvert niður á þá stétt, enda völdust oft einfaldir menn, sem kallað er, til þeirrar iðju. En þeir voru þá um leið ei-nlægir og ráðvandir mienn, dyggir og samvizku- samir í stöðu sinni. Getur ekki verið, að Guð almáttugur taki sér- stakt tillit til þeirra manna, sem lítils eru metnir, og jafnvel fyrir- liinir af höfðingjum þessa heims, — ef slí'kir menn eru einlægir og hreinhjartaðir? Jú, vissulega. Fyrir því mætti færa margar órækar sannanir, en þó er blessaður gleðiboðskapur jólanna sterkasta sönn- unin fyrir lítillæti og miskunn Guðs við barnslega sinnaðar mannssálir. Það er sannarlega íhugunarvert, að hið sanna og eiginlega guðs barn, Jesús Kristur, fæddur af Maríu mey, heilagur og syndlaus — hann grætur sínum fyrstu, heilögu tárum á þessari jörð í fjárhúss- jötu. Mikil er miskunn Guðs við mannanna börn! Vér, sem kristnir viljum nefnast, ættum að hugleiða í þessu sambandi sálmversið er svo hljóðar: “Spámanns hafði heilög tunga hér um fyrir löngu spáð, boðað fæðing barnsins unga, birt það mikla gæzkuráð: Sérhver einn með syndaþunga sanniðrandi’ að fengi náð”. En þá dugar ekki að ganga með hjartað fult af drambi, hroka, sjálfsþótta og auðsáhyggjum. Tökum heldur undir með skáldinu, sem segir í auðmýkt hjartans: “Það blessaö hnoss, að biðja má eg þig, minn blíði faðir, mi'kli Guð á hæðum, er náðargjöf sv’o dýr og dásamleg, að dýrðar þinnar fær mér smekk af gæðum. Eg dauðleg s'kepna, al'Is þurfandi, aum og yfirgefin, nema af synd og hörmurn, má flýja til þín; þú vilt gefa gaum, að grátbæn minni’ og þerra tár af hvörmum”. Annað ágætis skáld kemist svo að orði á einum stað: “Þurfamaður ert þú, mín sál, —

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.