Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 31
319 UMRÆ/ÐUEFNI: Jesús bætir úr mannlegum þörf um. Ees tií MiSsjónar: Mark. 1, 35—45; Matt 9, 35—38; 11, 28—30; Lúk. 8,1—3. Jesiús kendi eins og sá, sem vald hafSi. Þetta vald, þessi g'u'Slegi krat'tnr, hefir æfinlega búiS í kristinni kenning, hafi hún verið grund- \ ölluð trúlega á oröi Guös ('Róm. 1, 16; I. Kor. 2, 4—5; I. Þess. 2,13.). Þessi guðlegi kraftur finst aldrei í kenning, sem bygö er á tómum iróöleik manna. Jesús eihn getur rekið anda óhreinleikans út úr sál þinni. Jesús hastaði á hinn óhreina anda, þótt hann bæri honum vitni. Sé játning þín samfara óhreinlífi, þá er hún honum ekki þókn- anleg.Jesús prédikaði fyrst, læknar síðan. Kistindómurinn á fyrst og fremst erindi til sálar iþinnar, til að frelsa hana. En þar að auki veit- ist þér margskonar blessun, þegar í þessu lífi, ef þú heyrir Kristi til. “Þeir færðu til hans alla þá, sem sjúkir voru”. Þ að er enn þá synd- arinn, Iþjáður og iðrandi — andlega volaður maöur — sem helzt leit- ar á Jesú fund. Vér eigum aS færa til hans slíka menn. IV. LEXÍA, 27. JANÚAR. Jesús fyrirgefur syndir — Mark. 2. 1—12. MINNISTEXTI: Manns-sonurinn hefir vald á jörffu til að fyrirgefa syndir — Mark. 2, 10. UMR/EÐUEFNI: Jesús bœtir úr dýpstu þörf mannsins. Les til hliðsjónar: Matt. 1, 21; Lúk. 7, 36—50; Heb. 7, 25. Kristur er enn elskaður af fjöldanum, Sé kirkjan í niðurlægingu nú, þá er það af því að hún hefir með margvíslegu móti skygt á frelsarann. Betur, að kristnir rnenn alment sýndu sama áhugann og þessir fjórir (3. 0), þeir klífa þrítugan hamarinn til þess að koma sjúka manninum fyrir fætur frelsarans. Hann er sönn mynd syndarans: algjörlega ósjálfbjarga, getur jafnvel ekki komist til Jesú sjálfur, til að læknast. Fyrirgefning syndanna bygð á trú. Hv'er getur fyrirgefið syndir, nema Guð? segja Farísear. Enginn annar auðvitað. Væri Jesús að eins maður, þá gæti hann ekki fyrirgefið þær. Jesús sannar hér, að í honum býr fylling guðdómsins og að hann hefir iþetta vald fl) með þvi að lesa hugsanir Faríseannia og svara þeim, og (2) rnieð því að: lækna veika manninn. Hví hugsið þér svo ilt? >spyr Jesús enn, mundu það, að illar hugrenningar eru syndir á móti honum, ekki síður en ill verik. Ein af Ijótustu syndum mannanna er þessi, að hugsa öðrum ilt. Þú stendur ekki uppréttur andlega, fyr en Jesús hefir með almættisorði sínu tekið burt synd þína og gjört þig heilan. SMÆLKI. Þegar góðir menn lina á tökunum, þá sígur heimurinn niður aftur, —Dean church. -----o------ Þegar athöfnin var byrjuð, þá varð brúðguiminn alt í einu svo órór og vandræðalegur, að brúðarsveinninn laut að honum og hvíslaði: "Hvað gengur að.þér, Jón, hefurðu týnt hringnum?” “Nei”, svaraði brúðguminn, “hringurinn er vís, “en eg er búinn að tapa áhuganum”.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.