Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 19
307 það að einhverju leyti vera hegning fyrir syndir hans og um leið minna hann á hversu óverðugur hann væri Guðs náðar. Dvaldi Savonaróla sex ár í þessu klaustri. Sökum frábærra hæfileika og yfirgripsmikillar mentunar var hann mikið notaður til að kenna nýsveinum þeim, er í klaustrið gengu. Savonaróla er svo lýst, að hann hafi verið meðalmaður á hæð, holdskarpur, með mikið enni, munnstór, með stór, dökk og einkennilega fögur, tindrandi augu. Hann var dökkur yfirlitum, sviphreinn, hinn góðm'annlegasti og þýð- ur í viðmóti, en bar um leið þau einkenni í svip og hreyfing- um, sem jafnan sjást hjá viljasterkum mönnum og einbeitt- um. Árið 1482 var Savonaróla sendur í leiðangur að pré- dika. Dvaldi hann þá um tíma í Ferrara og prédikaði þar eins oft og færi gafst. Varð honum þar lítið ágengt og ekkert orð fór af honum sem prédikara. Sagðist honum svo frá síðar, að hann hefði fengið að reyna, sem margir aðrir, að “enginn er spámaður í sínu föðurlandi”. Fór hann nú til hinnar frægu borgar Florence. Tók hann að prédika af miklum áhuga. Fáir vildu þó hlusta á hann og enn fór ekkert orð af honum sem ræðumanni. Var þá munkur einn þar í borginni, Marianó da Genezzanó að nafni, annálaður mælskumaður, og þustu borgarmenn að hlusta á hann. Voru ræður hans heimspekilegar, klæddar í afar fagran búning. Spilling borgarinnar og siðleysi keyrði fram ún hófi. Hinar evangelisku prédikanir Savanoróla létu illa í eyrum og kom þar loks, að hann varð að hætta við prédikunarstarf sitt í Florence. Var Savonaróla mjög niðurbeygður yfir þessum óför- um. Ekki fór hann þó burt úr Florence, en gerðist kennari við klausturskóla þar í borginni. Eftir hér um bil tvö ár fór hann þó aftur að prédika. Fór hann þá víða um norðurhluta ítalíu og prédikaði. Dvaldi þá um tíma í bænum Brescia. Varð sá bær fyrstur til að kannast við hann sem afburða prédikara. pusti múgur og margmenni að hlusta á hann. póttust menn aldrei hafa heyrt slíkar ræður. Munkur einn í Brescia fullyrti, að þeg- ar Savonaróla stæði í stólnum og væri að prédika, þá mætti glögt sjá ljósbaug umhverfis höfuð hans, alveg eins og venjulega er hjá listamönnum á myndum Jesú Krists. Frægð Savonaróla flaug nú um alla ftalíu. Árið 1490 hvarf hann aftur til Florence. Var honum nú betur tekið en áður. Klausturgarðurinn rúmaði ekki nærri þann mann- fjölda, sem á hann vildi hlusta. Var hann og settur pré-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.