Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 10
298 i * “Gleðileg jól!” sagði eg og fann að eg var ósköp feim- inn. “Og friður Drottins sé með þér!” sagði presturinn og hðf upp hendur sínar, eins og til að blessa mig. Og ég sá, að hendur hans voru fagrar og mjúklegar, og að línið, sem kom fram undan íhempu-erminni, var hvítt eins og hrein- asta mjöll. “Og með þínum anda!” sagði eg, því eg hafði séð þessi orð í sálm,abókinni. En eg sagði það lágt. “petta er sérlega vænn drengur”, sagði presturinn. “En geturðu sagt mér, hvað HANN heitir, sem fæddist í nótt ?” “Eg veit það”, sagði eg, “ en eg má ekki nefna það nafn, nema í bæn og þakkargjörð”. “Af hverju mátt þú ekki nefna það nafn, nema í lífs- háska?” sagði presturinn, og andlit hans varð sem snöggvast alvarlegt. “Eg nefndi ekki lífsháska”, sagði eg. “En þú nefndir bæn”, sagði presturinn, “og hví mátt þú ekki nefna þetta nafn, nema í bæn og þokkargjörð?” “Af því að nafnið er heilagt!” sagði eg og hneigði mig. “Rétt er þetta og satt!” sagði presturinn blíðlega og brosti, “þú ert vænn drengur. Og hér er jólagjöf til þín og systur þinnar. flún systir þín heitir Anna. Er ekki rétt?” “Jú. Anna Málfríður”, sagði eg. “Og þú heitir Jóhann”, sagði presturinn. “Já, eg heiti Jóhann Magnús”, sagði eg. Og það undraði mig stórlega, að hann skyldi vita um nöfn okkar systkinanna. “Og hérna er jólagjöfin fagra — jólagjöfin ykkar syst- kinanna — jólágjöfin, sú hin bezta, sem til er á jarðríki — jólagjöfin, sem kemur frá Guði til allra barna. Komdu hingað litli, ísl'enzki drengur, og komdu hingað að altarinu, og taktu á móti jólagjöfinni þinni; eða öllu heldur: láttu jólagjöfina taka á móti þér — taka þig í faðm sinn og blessa þig. Kom þú! Kom þú!” Eg gekk inn kirkjugólfið, og mér sýndist eg sjá lítið barn á altarinu. En þegar eg kom nær, sá eg að móðir mín stóð við altarið. “Ó, elsku, bezta mamma mín!” hrópaði eg og lagði hendurnar um hálsinn á móður minni, “þú ert jólagjöfin mín!” “Guð blessi þig og varðveiti þig”, sagði presturinn.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.