Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 7
295 spöl og spöl. En það vildi eg ekki, því að eg vissi að bagg- inn, sem hann.bar, þó eKki væri stór, gat sígið í, þegar titj lengdar lét, og yrði það föður mínum um megn, að bæta mér ofan á þá byrði, þar sem ófærðin,var svona mikil, og: hann búinn að kafa snjóinn á undan mér allan daginn; því, þó hann væri karlmenni mikið, þá vissi eg að hann gat orðið t luinn. — Hann stakk þá upp á því, að við skyldum gista hjá1 gömlum hjónum skozkum, sem hann þekti, og var hús ’ þeirra skamt frá þjóðveginum, þar sem hann lá inn í skóg- inn á Elgsheiðunum. Hét húsbóndinn Daníel McDonald, fátækur maður, en nafntogaður fyrir gestrisni og ráðvendni. Eg gaf það fúslega eftir, að við yrðum næturgéstir hjá r Daníel McDonald, þó mig á hinn bóginn langaði sárt til að1 komast heim um nóttina með brjóstsykrið og rúsínurnarj handa systur minni og — móður, sem eg vissi að mundi vaka og bíða eftir okkur alt til dags. — Æ, eg vissi, þó eg væri ekki gamall, hvað það var, að vaka og bíða, og hvað von- brigðin geta verið sár fyrir hjarta bamsins — og móður- hjartað líka! Rétt áður en við komum til McDonalds-hjónanna, kom- um við að lítilli kirkju, sem stóð þar rétt við veginn. Var þá klukkan orðin átta, eða meir. K’rkjan var að sjá upp- ljómuð, og lagði einhvem yl frá henni út á veginn til okkar. Við námum staðar sem snöggvast undir vegg kirkjunnar, ' en áræddum ekki að ganga inn, þó við vissum, að þar væri margt manna fyrir, og að McDonalds-hjónin væru þar aðr öllum líkindum. Við heyrðum að þar var sungið af fjöl-• menni og að spilað var á orgel. Eg horfði upp í gluggann á kirkjunni. Rúðurnar voru ekki úr máluðu gleri, heldur gagnsæjar. En gluggarnir voru svo hátt uppi, að eg gat ekki horft inn um þá. “Langar þig að horfa inn?” sagði faðir minn. “Æ, já!” sagði eg. Hann lyfti mér upp að einum glugganum, svo hátt, að eg gat séð inn í kirkjuna og um hana alla. petta var að eins um örfá augnablik, sem eg horfði inn um gluggann á kirkjunni, en eg gleymi aldrei þeirri dýrð,’ sem eg sá þar. pað var alt óviðjafnanlegt og alveg óseg.jan- lega dásamlegt! Eg haíði aldrei áður séð inn í kirk.iu á jól^- nótt, og hafði aldrei fyr séð jólatré, eða nokkurt jólaskraut, ekkert, nema jólakerti á íslandi fyrir fiórum áru'm. — En þama voru þrjú dálítil furutré á háum palli, þakin gull-eplum og alls konar skrautgripum, og kertaljósi á hverri grein. Stór Ijósahjálmur hékk yfir miötrénu og ótal silfur-bjöllur

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.