Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 28
316 myndi efcki koma með íleiri gesti en þrjá. Heilan klukkuitíma var hún önnum kafin við matreiösluna, og er rétt aö eins búin að taka af sér svuntuna þegar faöir ihennar kemur aftur og hafði með sér MolJy Nelson og fimm aðra gesti, sem Dóra mundi ekki til að hún hefði nokkurn tíma áður séð. “VinstúJka hiennar Miss NeJson var hjá henni þegar eg kom”, sagði Mr. Brown við Dóru, “og eg fókk hana til þess að koma með okkur. Þetta er Elbert, vinur minn, og iþetta er hún María systii lians, og þetta eru litlu bræður hans, Bob og Jói”. Dóra hei'lsaöi gestunum ástúðlega og vísaði þeim til sætis við borðið. Maturinn var góður og neyttu húsbændurnir hans með engtt minni ánægju en gestirnir. Á miðju borðinu var rósin hans Tomma, ímynd þess kærleiksanda, sem jólin eiga að vekja og glæða hiá kristnum mönnum. Dóra fann jólagleðina frá bernskuárunum vera komna aftur, þegar hún virti fyrir sér gestina og sá hve vel þeim leið hjá henni. ’ Að lokinni máltíð fór Mr. Brown að skemta gestunum með: fónógraf, sem hann átti, en Dóra fór inn í herhergið sitt til þess að- lei-ta að jólagjöfum, til þess -að gefa þeim. Rósin hans Tom-ma hafði flutt hjarta hennar lioðskap si-nn, og hana langaði ti-1 að gefa gestum sinu-m sannar kærleiksgjafir. Hún fann nýja, failega prjónatreyju handa Molly, sem átti ekki of mikið af góðum fötum, og fallegan herðaklút handa vin-stúlku hennar; hlýja vetlinga lianda Maríu, nýja. ferðasögu handa Elbert, sem hafði mikið yndi af góðum bókum, li'tla buddu með gljáandi silfurpening í hand-a Bob og fallegar öskjur, sem. henni þótti mjög vænt um, h-anda Jóa litla. Hún bjó -smekklega um allar gjafirnar og skrifaði utan á hvern böggul, hver hann ætti að fá; og það þarf ekki orðum að því að eyða, að þessar jólagjafir, sem voru- gefnar af einlægum góðvildarhug, glöd-du gestina i-nnilega. Fljótt leið dagurinn fyrir þeim, eins og vant er að vera um á- nægjustundir lífsins, og þegar gestirnir fóru, var auðséð á þeim, að vinarþelið, s-em þeim, hafði verið sýnt, liafði glætt hjá þeiin nýjan kjark og varpað bjartari vonarbjarma vfír lífsbaráttuna, sem fram undan var. Dóra kvaddi þau m-eð m-estu ástúð; hún -sagði iþeim, hve mikil ánægja sér h-efði verið að því, að fá að hafa þau hjá sér og lét þau öll lofa því, að ko-ma aftur áður langt liði. “Pabbi, við höfum ekki lifað svona skemtileg jól langa-lengi”, sagði hún, þegar þau voru orðin ein eftir. “Ekki síðan liún móðir þín dó”, sv'araði faðir liennar blíðlega.. "Og við verðum nú að sjá u-m það, að missa eklci sjónar af þes-su-m v inum okkar, sem við höfum eignast í dag”. Lengi sátu þau sama-n og rifjuðu upp gamlar og dýrmætar end- urminningar, og bæði fundu þau til þess, hve miíklu auðu-gri þau voru en þau höfðu gert sér í hugarlund um morguninn. “Það var nærri því koniið”, sagði Dóra við föður sinn, þegar hún bauð honu-m góða nótt, “að jólagleðin færi fram lijá mér í þetta sinn; en rósin hans Tomnia la-gaði það alt saman. Eg verð að segja. i’.onum frá því, hve mikla blessun jólagjöfin hans færði mér”.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.