Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 15
303 inunandi sterk áhrif, og undir vil.j aþreki mannsins er það komið, hve vel hann stendur á móti freistingunum. pess vegna eru ekki allir kristnir menn jafn fullkomnir í hugs- unum né breytni. Enn fremur eru til menn, sem ekki eru einlægir í trú sinni. — Vantrúarmennimir eru bundnir ófull- komleikanum á sama hátt og trúmennimir, og auk þess vantar þá sanna trú, sem þeir geti bygt á stefnu sína í líf- inu, þá vantar trú, sem breyti hugsunarhætti þeirra sam- kvæmt kenningu Jesú Krists. peir eru stefnulausir í sið- ferðislegum skilningi, hafa engan óyggjandi sannleika, eng- an fastan grundvöll á að byggja, — eru sem “reir af vindi skekinn”. Ef gerður er almennur samanburður, er enginn efi á því, að trúaður, sannkristinn maður breytir betur en vantrúarmaður. — Hitt er satt, að sumir, sem vilja láta kalla sig kristna, hafa ekki meira af sannri trú á Krist en sumir þeir, sem minna láta af trú sinni. Ef einhver segist trúa á Jesúm Krist, og er þó ekki mannvinur, þá er annað tveggja, að hann segir vísvitandi ósatt, eða að hann ímynd- ar sér að hann trúi, eða heldur að nóg sé að játa trú með vörunum, og verður aldrei snortinn af kenningunni, skilur ekki friðþæginguna. — pað er einmitt hin lifandi sannfær- ing um íriðþæging Jesú Krists, sem vekur hjá oss hvötina og veitir oss styrkinn til þess að breyta ei'tir dæmi hans og kenningu. B: Mér virðist þó svo sem góðverkin séu einnig skil- yrði fyrir sáluhjálp, og hversvegna er þá komist svo að orði,. að maðurinn réttlætist af trú án verka lögmálsins? pað veldur misskilningi. A. pað veldur engum misskilningi hjá þeim, sem trúa í einlægni og sannleika, en það orðalag er ásteitingarsteinn þeim, sem ekki trúa. Væri réttara að segja: Maðurinn réttlætist af verkunum án trúar? pað væri í mínum augum hið sama sem að segja, að maðurinn yrði sáluhólpinn ef hann gæfi ölmusu, í hvaða tilgangi eða hugarþeli sem hann gerði það. pá væri sá, sem gefur ölinusur, jafn réttlátur, hvort sem hann gerði það í þeim tilgangi að græða á því álit eða fé, eða ef hann gerði það af fórnarþrá hjarta síns, af ást til þess, sem hann gefur, af því að hann tryði, að hann væri bróðir hans og jafningi fyrir Guði. pað er hugarástand mannsins, trú mannsins, sem gjörir ólmusugjöfina að góð- verki. Að segja að verkin réttlæti manninn án trúar, væri á sinn hátt hið sama sem að segja að á jurtinni sprytti fyrst ávöxturinn og svo rótin. Trúin er rótin, sem ávextirnir (góðverkin) spretta af, og eins og blómið mundi deyja og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.